Orkuveitan

Nú er frost á fróni og heita vatnið rennur hraðar og í meira magni en nokkru sinni fyrr inná ofna heimilanna á höfuðborgarsvæðinu.  Reyndar man ég ekki til þess að fyrr hafi verið gripið til þess ráðs að loka sundlaugunum til þess að hafa nú örugglega nægt heitt vatn til að hita upp híbýli manna.  Hins vegar man ég eftir því þegar Orkuveitan varð að grípa til þess ráðs að hækka verðið á heita vatninu því slíkir  hitatímar voru á landinu að orkunotkunin stóð ekki undir rekstrarkostnaði veitunnar.  Nú geri ég mér fulla grein fyrir því að kostnaður okkar hér á þessu suðvesturhorni landsins vegna upphitunar húsa er ekki hár en tel samt sem áður að nú hljóti að vera lag fyrir Orkuveituna að lækka verðið aftur á heita vatninu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert góð!  Lækka verðið, á sama tíma og fullt af auðhringjum bíða eftir að fá orku nánast gefins?  Það þarf augljóslega að hækka verðið, við fáum kanski einn auka miðlunartank, en hann kallar á gríðarlega hækkun gjaldskrár.

Ég er auðvitað að hæðast að hitaveitunni, ekki að biðja um þetta, en sannleikurinn er að við greiðum hátt orkuverð, en það er engin ástæða til þess.  Ég meina, þetta er eitt af fáu sem ætti að vera miklu lægra hér heldur en erlendis, og nóg er nú af dóti sem er dýrara hér.

Á sama tíma vella peningarnir úr öllum glufum á þessum orkufyrirtækjum, þeir kaupa land og réttindi út um allar trissur, fara í allskyns tilraunastarfsemi, allt nema lækka gjaldskrána.

Svo fyrst ég er að æsa mig, þá stefnir svo í að þetta komist allt í eigu einvherra auðhringja, sennilega erlendra!  Ekki mun það bæta hag okkar almennings. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband