Í boltanum

Ég las þessa mannlýsingu nú í morgun.  Með klikkað keppnisskap og gríðarlegan metnað.  Nú hef ég ekkert á móti því að menn hafi keppnisskap og metnað og séu á fullu í boltanum.  Hins vegar er ér ég löngu orðin dauðþreytt á þessu keppnisskapmenntaliteti og íþróttahugarfari sem margir hverjir hafa fært yfir á almenn samskipti fólks í leik og starfi.   

Það er aðalmálið í íþróttaleik að vinna leikinn og vera bestur en það er ekkert verra að að hafa gaman af því að spila leikinn.  Það getur líka skipt mann sjálfan máli sem persónu að vita það að maður hafi rétt við og fari eftir reglunum en hafi ekki brotið viljandi á einhverjum og komist upp með það.  Mér finnst hins vegar lífið sjálft vera flóknara fyrirbæri en íþróttaleikur þó mér sýnist að allt of margir séu haldnir þeirri blindu að telja sig vera í einum allsherjar eilífum íþróttaleik.  Það er varasamt að hugsa bara um það að ,,vera bestur" komast á toppinn, halda með sínu liði og að enginn sé annars bróðir í leik - nó matter what.  Í íþróttaleikjunum er mikið um tæklingar sem geta verið varasamar og ég fæ ekki betur séð en þessi eilífi íþróttakappleikur sé farinn að taka sinn toll í samfélaginu og fólk liggi misbrotið og tognað út um víðan völl.  Mér hefur alltaf fundist gaman af íþróttum og styð þær heils hugar.  Hins vegar væri óskandi að menn hefðu þroska til þess að sjá hvenær hægt er að yfirfara íþróttandann með sínu klikkaða keppinsskapi og gríðarlega metnað yfir í lífið og tilveruna sjálfa og hvenær ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband