Þorrablót

jonshusÉg hef engan áhuga á Þorrablótum.  Mér finnst matur sá sem er borinn á borð á slíkum samkomum vondur og sé því ekki tilgang í því að fara mæta í slíkar matarveislur.  Ég hef reyndar farið á eitt skemmtilegt Þorrablót.  Það var í Jónshúsi einhvern tímann á hinni öldinni þegar ég var að nema í Kóngsins Kaupmannahöfn.  Þá var okkur Íslendingunum sem höfðu áhuga á að mæta á Þorrablótið troðið inní salinn í Jónshúsi og var svo sannalega þétt setinn bekkurinn.  Ég man að þrengslin voru slík að erfitt var að komast að matarborðinu og yfirleitt að hreyfa sig eitthvað úr stað.  Það er kannski þess vegna sem þetta var svona skemmtilegt?  Árið eftir var breytt til og blótið haft í sal út í bæ þar sem var nóg pláss.  Það var ekki nándar eins skemmtilegt og hef ég lítið eða bara ekkert mætt á slíkar samkomur síðan. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband