Hækkun í hafi

Ég tók eftir því í vikunni að rætt var við verslunarmenn sem sögðust vera að reyna að halda aftur af því að hækka vörurnar í hillunum hjá sér en það væri erfitt þegar krónan væri í frjálsu falli.  Ég hef kannski eitthvað mskilið kaupmennina því ég skildi þá þannig að þeir gætu hækkað verð á þeim vörum sem þeir væru þegar komnir með í hús. 

Nú er ég hvorki kaupmaður né heildsali en ég hef staðið í þeirri trú að verðmyndun á vörum sem fluttar væru inn til landsins væri með þeim hætti að verð vörunnar í íslenskum krónum ,,yrði til"  þegar varan væri leyst úr tollinum.  Þá væri borgað fyrir vöruna í íslenskum krónum á því gengi sem í gildi væri þá stundina. Þar með myndaðist grunnur fyrir verðið á vörunni í íslenskum krónum.  Er þetta einhver vittleysa í mér??  Er hér á landi eitthvað annað ferli í gangi varðandi verðferli á innfluttum vörum sem ég þekki ekki til?  Vöruverðsferli sem gengur út á það að vörur séu í hillunum og verð á þeim hækki síðan eftir því hvert gengi krónunnar er í það og það skipti??  

Það væri gott ef einhver spekingur myndi stíga fram á sjónarsviðið og skýra út fyrir okkur með hvaða hætti vöruverð væri reiknað út þannig að maður hefði betri forsendur til þess að fylgjast með.  Það að hvetja almenning til ráðdeildar er gott og blessað en fyrst og síðast verður hinn almenni neytandi að hafa forsendur til að meta hvort rétt sé að farið hjá þeim aðilum sem neytandinn er að versla við.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er nú alls enginn spekingur, en ég hef alltaf staðið í sömu trú og þú með þetta

Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það er sama sagan hér ,er innilega sammála þessu en kann ekki útskýringar, við getum huggað okkur við að kaupmenn skuli ekki vera búnir að taka upp aðferð olíufélaganna.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.3.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband