Vorhreinsun

er hafin á ţessum bć.  Var ađ vinna í henni í garđinum í gćr í fínu veđri.  Hraunhleđslan viđ gangstéttina kemur mjög illa undan vetrinum, hefur öll gengiđ til og frá og detta hraunhellurnar út á gangstétt.  Ţetta gengur ekki og verđum viđ ađ fara í töluverđar lagfćringar á hleđslunni ţetta voriđ.  Fleiri en ég hafa notađ tćkifćriđ í gćr og veriđ ađ hreinsa til í sínum görđum og hefur einhver slíkur ađili fariđ af stađ međ afrakstur verksins í Sorpu í kerru eđa einhverju álíka íláti en var svo almennilegur ađ skilja eftir út á götu hér fyrir framan húsiđ góđan hluta af einu tré.  Gunnar hélt ađ ég hefđi veriđ svona stórtćk í vorhreinsuninni og slátrađ eins og hluta af einhverju af okkar trjám svona í  sveiflunni og skiliđ ţađ eftir út á götu.  Hann var reyndar međ töluverđan undrunartón í röddinni ţegar hann var ađ spyrja mig út í ţetta verklag hjá mér.  En ég var ekkert sökudólgurinn og hann fór síđan út og dröslađi greinunum upp á gangstétt.  En ég er hissa á ţví ađ sá sem stóđ í ţessum greinarflutningum hafi ekki áttađ sig á ţví ađ hálft hlassiđ hjá honum hefur dottiđ af á leiđinni í Sorpu.  Nema honum hafi veriđ slétt sama - ţađ gćti vel veriđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband