Pabbi og tæknin

Picture 008Pabbi minn málar vatnslitamyndir og semur ljóð sem hann setur á myndirnar.  Hann gaf mér í jólagjöf myndina sem ég set hér inn að gamni þó myndartakan hafi ekki tekist sem skyldi með þessu flassljósi sem kemur á myndina.  Myndin er af Tindastól og á henni er síðan þessi vísa:

 

 

Tindastóll áfram eins og þú sérð,

óbreyttur getur staðið.

Þessvegna líka ég vanda verð

vísuna mína á blaðið.

 Myndirnar hans pabba eru mjög fínar að mínu mati og aðrir eru mér sammála.  Pabba finnst best að mála myndirnar úti í náttúrunni þar sem litir, birta og skuggar eru beint í æð.  En það hefur ekkert viðrað sérlega vel til útivatnslitamálunar í Skagafirðinum upp á síðkastið.  En nú hefur karl faðir minn tekið tæknina í sína þágu.  Hann fer út með nýju digitalmyndavélina hennar mömmu og finnur góðan stað í firðinum Skaga með málaravænu útsýni.  Byrjar á því að mynda og mynda og að myndatöku lokinni þá er hægt að byrja á myndinni á staðnum ef veður leyfir.  Síðan er haldið heim á Krókinn og myndirnar hlaðnar inní tölvuna.  Þá getur listmálarinn séð mótívið í tölvunni og haldið áfram með myndina í stað þess að reyna að klára hana eftir minni.  Tóm snilld segir faðir minn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband