Vanræksla

Ekki eru þær upplífgandi upplýsingarnar sem berast manni þessa daga um afleiðingar aukinnar fíkniefnaneyslu hér á landi.  Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að 228 börn í Reykjavík voru send í fóstur í fyrra og stór hluti þessara barna hafi búið við mikla vímuefnaneyslu foreldra sinna.  Í gær kom fram að talið er að 20 mæður hafi á síðastliðnu ári látist vegna neyslu og 15 til 20 mæður væru núna í mikilli hættu vegna vímiefnaneyslu.

Öðru hvoru síðustu ár hefur Þórarinn Tyrfingsson komið fram í fréttum og líst yfir áhyggjum sínum af aukinni fíkniefnaneyslu hér á landi.  Hjá honum hefur komið fram að það sé mikil aukning í fjölda ungra fíkniefnaneytenda hjá þeim á Vogi.  Öðru hvoru hefur jú eitthvað heyrst frá lögreglunni en ekki mikið.  Að öðru leiti hefur umræða um fíkniefnavanda fólks á Íslandi hvorki hlotið mikla umfjöllun eða fengið mikla athygli hjá almenningi eða stjórnvöldum.

Á meðan við sofum á verðinum og sinnum ekki óveðurskýjum né dómsdagsspámönnum þá hafa 228 börn í Reykjavík lifað við slíkan aðbúnað að réttast þykir að taka þau út úr þeim aðstæðum og koma þeim fyrir í fóstur hjá öðru fólki.   Við höfum sýnt þessum börnum þá vanrækslu að sinna engu þeim upplýsingum að mikil auknin sé á fíkniefnum í landinu, að sífellt fleiri verði neytendur og því hætta á því að foreldrar barna séu í fíkniefnaneyslu.  Við höfum sýnt þessum börnum þá vanrækslu að hafa ekki tekist að minnka aðgang að fíkniefnum í landinu né auka hjálp og liðsinni við fólk til að takast á við neysluna né sinnt foreldrum þannig að þau breyti lífi sínu.  Við skiptum okkur ekki af því að það sé aukin fíkniefnaneysla í landinu.  Við skiptum okkur ekki af því að það eru 228 börn sem eru það vanrækt að taka verður þau af foreldrum sinnum.  Við erum að vanrækja fólkið okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband