Áfram Ísland

Já þau komumst áfram í gær krakkarnir okkar í Eurobandinu.  Mér fannst þau mjög örugg í gærkvöldi og flutningurinn á laginu takast ágætlega.  Ég hafði sannast að segja búist við því að þau yrðu send heim, þetta hefur verið erfið fæðing hjá okkur Íslendingum að komast upp úr undanúrslitariðli Euróvisíonkeppninnar.

Ég sat ekki við sjónvarpið í gegnum alla keppnina í gær þannig að ég er get ekki sagt til um það hvernig allir keppendurnir stóðu sig, náði þó nokkrum lögum, fannst t.d. Charlotte Perelli betri í undanúrslitunum heima hjá sér í Globen í Svíþjóð en þarna.  Ég er ekki alveg að skilja sviðsframkomu hjá nokkrum flytjendum í keppninni í ár, eins og þetta að skríða í gólfinu eins og Rússinn á þriðjudaginn og í gærkvöldi fannst mér fullmikið um það að flytjendurnir væru að basla eitthvað að fara uppá kassa og box.  Mér finnst þetta klifur í miðjum lögum vera truflandi.  

Meðan á flutningi á síðari hluta keppninnar fór fram í gærkvöldi brunaði ég í bíl í gegnum Þingvöll og heim til Reykjavíkur en við hlustuðum á keppnina í útvarpinu á leiðinni.  Ég var því komin heim í stofu þegar úrslitin lágu fyrir og gat hoppað upp úr stólnum og klappað vel og lengi fyrir árangri Eurobandsins.  

Dúlla kvöldsins var Friðrik Ómar í tíufréttunum þar sem þau stóðu í hurðinni í rútunni hann og Rebekka og hann sagðist vera í sjöunda himni en ætlaði ekki að fara með neinn málshátt í þetta sinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband