Sól og blóm
26.5.2008 | 06:52
Heilmiklu afkastađ í garđinum ágćtisveđri á milli í gćrdag. Ég fór snemma út í garđ, mér finnst oft mjög gott veđur á morgnana hér í vesturbćnum sem hafgolan blessunin vill síđan skemma fyrir manni um hádegiđ. Í gćr var öđru hvoru smá vindur og einnig faldi sólin sig stundum en ţá er bara ađ fara inn og fá sér kaffi. Viđ fórum í blóma og plöntuleiđangur hjónin á laugardag, keyptum silfurskúf, margarítur og hádegisblóm fyrir sameignina en jarđaberjaplöntur, rósmarín og meyjarblóma fyrir mig. En í gćr var ég mest í ţví ađ laga til og undirbúa beđin fyrir gróđursetningu.
Einnig tókst mér í gćr á milli golu og sólarskugga ađ rusla upp hraunhlađna veggnum viđ götuna ţar sem hann var verstur ţannig ađ ég er bara ánćgđ međ ţađ dagsverk hjá mér. Einnig réđst ég á gamalt úrsérsprottiđ beđ í garđinum og útbjó ţar svćđi fyrir jarđaberjaplönturnar. Bóndinn felldi niđur fánastöngina ţví ţađ er kominn tími á ađ mála gripinn. Mér fannst gaman ađ sjá hve góđur viđur er í stönginni einhver meiri háttar harđviđur ţar á ferđ. Ćtla mér síđan ađ nota góđa veđriđ sem spáđ er í ţessari viku til ađ setja niđur blómin mín fríđ.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.