Þetta var þá sniðgengisskjálfti

sem reið yfir á Suðurlandinu klukkan korter í fjögur í dag.  Heyrði það í sjónvarpinu áðan.  Ég vissi það strax og ég fann fyrir titringi í dag að um jarðskjálfta var að ræða en ekki sprenginu en sprengingar eru töluvert algengar við húsið sem ég vinn í.  Mér fannst jarðskjálftinn vera langur og ætla aldrei að enda taka og var svona að farin að spá í það hvort ég ætti virkilega að fara að verða hrædd.  Ég var stödd uppá fjórðu hæð og meðan á skjálftanum stóð þá var ég einnig að hugleiða það hve erfitt væri að koma sér út úr húsinu og einnig var ég að spá í það hvaða leið best væri að fara ef ég yrði að koma mér út. En skjálftinn tók enda og ég hélt ró minn.  En hann var stór eða amk. 6,1 á Richter og þessi skjálfti var nærri höfuðborgarsvæðinu en 17. júní skjálftinn árið 2000.  Allir sem ég hef talað við í dag eru sammála um að þessi skjálfti hafi verið sterkari hér í Reykjavík en 2000 skjálftinn.

Ég er ákveðin í því að mig dreymdi fyrir þessum skjálfta.  En mig dreymdi drauminn ekki í nótt heldur í  fyrrinótt.  Ég vissi að þetta var vondur draumur en náði ekki alveg að skilja um hvað hann gæti verið og náði ekki heldur að bera drauminn undir pabba minn sem er sérlega flinkur draumráðningamaður.  Svo illa sat draumurinn í mér í gær að ég sagði vinnufélögum mínum í gærmorgun þegar ég kom í vinnuna að ég hefði slæma tilfinningu fyrir deginum af því mig hefði dreymt illa.  Ég lofaði að segja þeim drauminn í lok vinnudags en svo var alveg brjálað að gera í vinnunni og ég steingleymdi því í annríki dagsins.  Hélt sannast að segja að draumurinn hefði eitthvað með allt það vinnuhafarí að gera og þar með var sá draumur afgreiddur.  Vinnufélagarnir mundu þetta atvik eftir skjálftann í dag og voru ákveðnir í því að þarna hefði draumurinn komið fram.  Samt voru þeir ekki búnir að heyra drauminn.  En ég held satt best að segja að þetta sé bara hárrétt draumaráðning hjá þeim. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband