Villuráfandi fjallabjörn

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.  Og ekki hefur síður verið margt skrítið í hausnum á hvítabirninum sem var á ferli við Þverárfjallsveg í gær.  Björninn hefur að öllum líkindum tekið land einhvers staðar á Skaganum og ef svo er hefur hann verið búinn að ráfa lengi um Skagfirskan dal og hól áður en sást til hans.  Ég held að hann hafi verið orðinn sárfættur af ráfinu sá ekki betur á myndbandinu sem tekið var af honum áður en hann var felldur.

Mamma mín hefur það fyrir sið að fara í heilsubótargöngu á hverjum degi einn svona stutta útgáfu af fjallahring eða þannig við Sauðárkrók, fer upp við spennistöðina á Krók og gengur stundum yfir að golfvellinum og þar niður og heim.  Bangsi átti svo sem eftir nokkra kílómetra að Sauðárkróki en samt ekkert svo svakalega langt og hefði alveg geta stikað það hefði hann fengið frið til þess. Dálitið uggvænleg tilhugsun satt best að segja ef móðir mín þarf að vera á varðbergi gagnvart hvítabjörnum á sinni daglegu heilsubótargöngu.

Mér skilst að eftir að búið var að fella hinn villuráfandi fjallabjörn í gær þarna rétt við þjóðveg númer sirka tvö á Íslandi þá hefðu komið hjólandi á fjallahjólum tveir þjóðverjar.  Þó að vegum sé lokað þá er fólk og skepnur víða á ferð um ferð og firnindi.  Þó bjössi hafi etv. verið orðinn sáfættur eftir klungur yfir skagfiskt grjót þá er aldei að vita uppá hverju hann hefði tekið ef hann hefði mætt fólki á hjóli eða göngu.

Heimsóknarvinur síðunnar samdi tvö kvæði í tilefni af þessari komu hvítarbjarnarins á skagfirskar fjallaslóðir:

 --------------------------------

Yfir kaldan úthafssjó

að Íslandi ég syndi.

Í Skagafirði finn ég ró

fegurð skjól og yndi.

---------------------------------                      

Ævin var á enda runnin,

eflaust þannig málið skýrið.

Það er of seint að byrgja brunninn

þegar búið er að skjóta dýrið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband