Niðurstaða

Þá er komð að þriðja og síðasta kaflanaum í þessum þríleik mínum um Seljavallalaug.  Mér finnst ólíklegt að hlaðni veggurinn sem ég sá um daginn hafi verið af upphaflegu lauginni þar sem áin braut niður steyptu laugina, bæði langvegg og botn árið 1936.  Því held ég að hér sé um að ræða frágang eftir viðgerðina á lauginni sem gerð var það ár.

En aftur bregð ég mér til ársins 1922 og helgarinnar góðu þar sem 25 menn knokluðu við að búa til sundlaug: 

Eftirfarandi er frásögn Björns J. Andréssonar af verklokum við laugina sem skráð var af dóttur hans Eddu Björnsdóttur í Goðasteini fengið héðan:

Það var hrífandi stund að horfa á volgt vatnið streyma ofan í laugina eftir tveggja daga stranga vinnu. Allur hópurinn, þeir 25 menn sem þarna höfðu staðið að verki stilltu sér upp á laugavegginn í kvöldhúminu til að njóta þess að sjá þetta sem best. Á meðan sungu allir ,,Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring”. Þegar ljóðlínur í kvæðinu ,,Hér skalt þú Ísland barni þínu vagga”, var sem magnþrunginn kraftur fylgdi hverju orði.

Laug þessi var 9 metrar að lengd og 4 til 5 metrar að breidd. Heitt vatn var leitt í hana úr heitum uppsprettum sem í hana streymdu.

Síðan að lokum um Seljavallalaug: Árið 1998 var laugin tekin í gegn og gerð upp af velunnurum hennar. Í dag er hún ein af perlum sveitarinnar.

Ég finn ekki allt ljóðið Háfjöllin eftir Steingrím Thorsteinsson á netinu. Gunnar heldur að lagið sem þetta ljóð sé sungið við sé þjóðsöng Svía, Du gamle, du fria sem hægt er að hlusta á á þessari síðu. Ég les reyndar núna á netinu að það er eitthvað bras með þennan þjóðsöng þeirra en lagið er semsagt gamalt þjóðlag.

Mér finnst það góður endir á þessari tríalógíu minni um Seljavallalaug að sjá fyrir sér þessa 25 ungu fjallamenn standa á laugabarminum og taka lagið í tilfefni þess að þeim hafði tekist með hökum og skóflum að vopni að búa til sundlaug sem í rann heitt vatn í fögrum fjallasal.

Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring

um hásumar flý ég þér að hjarta.

Ó, tak mig í faðm, minn söknuð burt ég syng

um sumarkvöld við álftavatnið bjarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband