Verslunarmannahelgarkvæði

Ég er í einhverju basli með bloggsíðuna mína.  Setti inn nýja toppmynd fyrir þá gömlu sem datt út þegar Moggabloggið fór í vesen um daginn.  En stillingarnar hafa eitthvað misfarist við það og núna er bloggsíðan mín eitthvað skrítin.  Jæja, ég vona bara að hún hressist með tímanum, er amk. búin að taka út nýju toppmyndina fyrst hún virðist gera síðunni svona mikinn grikk.

Heimsóknarvinur síðunnar sendi inn eftirfarandi Verslunamannahelgarkvæði í tilefni helgarinnar sem er að bresta á:

Gleðin með grastorgið

Gefðu mér Vallash í glasið

Guð minn hvað þetta er smart.

Nú getum við migið í grasið

grjótið var kalt og hart.

Eftirorð.  Heimsóknarvinurinn sagði að ef ég vildi vera kurteis þá mætti ég nota orðið pissað í stað migið.  Ég verð að játa að ég gerði mér ekki grein fyrir að það væri merkingarmunur á þessum tveimur orðum hélt þau væri svona jafnrétthá eða þannig.  Ég lét heimsóknarvininn ráða för með vísuna, hún er hans.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband