Veðursár

Ég er alltaf að berjast við eitt karaktereinkenni hjá sjálfri mér.  Ég er semsagt veðursár.  Þegar ég var yngri gat ég látið veðrið fara eitthvað rosalega í taugarnar á mér.  Ég man að pabbi sagði einhvern tímann við mig þegar ég var á Króknum og veðrið á staðnum mér ekki að skapi - Guðrún vertu ekki svona veðursár. 

Ég læt ekki stjórnast of mikið af veðursárindum og reyni að takast á við þetta einkenni mitt en ég játa að ég fann fyrir veðursárindum núna um helgina.  Sýnist sem svo að veðrið þetta haust ætli að verða frekar leiðinlegt og ég þurfi að finna mér einhvern krók á móti bragði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég er líka dálítið veðursár

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Ættum að stofna veðursárindaklúbb -

Guðrún S Hilmisdóttir, 22.9.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband