Sannleikurinn er sagna bestur

Ég fann þetta myndband á youtube sem sýnir stemninguna sem var á Austurvelli í gær og þá sérstaklega við Alþingishúsið.  Ég var hinum megin á Austurvellinum og gerði mér ekki grein fyrir þeim hluta mótmælanna sem fram fór þar fram nema flöggun Bónusfánans. Finnst að mörgu leyti að of mikið sé hampað ólátum í umfjöllun um mótmælin.  

Það vantar aðeins á þetta myndband að það heyrist í ræðumönnum og þeirra boðskapur.  Hins vegar sést vel þarna unga fólkið sem var töluvert af í gær sem kom mér dálitið á óvart.  Unga fólkið okkar er bæði reitt og biturt.  Það getur vel verið að reiði sé ekki til alls góð.  En fólk er eki bara reitt heldur einnig vonsvikið. Vonsvikið yfir því að allir þeir sem hafa valist til þess að halda uppi merki landsins og verja það áföllum hafa brugðist.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl mín kæra,

Já fólk er reitt, og það hefur rétt á því að vera reitt. Það er hins vegar ákaflega mikilvægt að reiðinni verði beint á jákvæðar og uppbyggilegar brautir en ekki á þann veg að Bretar geti bent hingað eftir x langan tíma og sagt: "Við sögðum ykkur það, þetta eru hryðjuverkamenn!"

Ýmsar hugmyndir hafa verið að grassera í huga mér frá í gær og sjálfsagt á ég eftir að hugsa einhverjar þeirra upphátt á blogginu mínu.

Sjáumst kátar.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.11.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Hæ Ingibjörg ég er sammála því að reiði getur verið slæm ef menn láta hvað sem er eftir sér í hennar skjóli.  En ef reiðin verður til þess að vekja fólk upp af þeim þyrnirósarsvefni sem það hefur sofið í öllu þessu lánsgóðæri þá er hún til góðs.  Fylgist spennt með blogginu þínu og nýjum hugmyndum - ekki veitir okkur af á þessu síðustu og verstu -

Guðrún S Hilmisdóttir, 9.11.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband