Kosningafyrirkomulagið

Mér finnst nauðsynlegt að skipta um kosningafyrirkomulag hér á landi.  Flokkafyrirkomulagið hér á landi svo og það fyrirkomulag að flokkarnir gangi óbundnir til kosninga gerir það að verkum að það skiptir engu máli hverju flokkarnir eru að lofa kjósendum fyrir kosningar. Um leið og búið er að loka kjörstöðum er einnig lokað á allt minni kjörna fulltrúa og flokkarnir ganga til sinna einkadagskrár þar sem þeirra eigin hagsmunir eru hafðir í húfi en ekki kjósenda. Þannig kemst maður að því ,,the hard way" að maður hefur látið plata sig æ ofaní æ og kosið fólk sem maður trúið að talaði af heilindum en sér að svo var ekki heldur var aðeins um innantómt málskrúð að ræða.

Ég vil sjá kosningafyrirkomulag þar sem hægt er að velja bæði fólk og flokka.  Ég hef ekki kynnt mér nægjanlega vel hugmyndir Vilmundar Gylfasonar heitins en það gæti vel verið að þar væri á ferð hugmynd sem væri nýtanleg fyrir land og þjóð.  Ef við á Íslandi ætlum að þykjast vera lýðræðisþjóð þá verður eitthvað mikið að gerast í kosningafyrirkomulaginu því núverandi fyrirkomulag er vonlaust á mínu mati og ýtir undir spillingu. 

Þannig hélt ég til dæmis að ég væri að kjósa jafnaðarmannaflokk á þing í síðustu kosningum en sé það núna að svo var ekki heldur einhverskonar sjálfstæðisframsóknarflokk. Ég var ekkert mjög ánægð með það val sem ég hafði sem kjósandi í síðustu alþingiskosningum og atkvæðið mitt fór á illskásta flokkinn, ég verð að játa það.  Mér finnst það núna mjög leitt að hafa lagt mitt atkvæði á vogaskálarnar til að koma þessum flokki til valda en kenni bara sjálfri mér um að að hafa verið svona vittlaus að hafa ekki séð í gegnum orðskrúð þessara þykistu jafnaðarmanna.  Ég set þær kröfur að ég þurfi ekki að vera að velja eitthvað illskárst.  Ég vil fá að greiða atkvæði mitt fólki og flokk sem ég hef trú á að ætli sér að gera það sem þau tala um fyrir kjördag ef og þegar þau ná kosningu.  Annars er bara betra að skila auðu.  Hreinlega vera ekkert að gefa atkvæðið sitt í þetta leikrit sem verið er að bjóða manni uppá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl vinkona, ég get tekið undir þetta hjá þér að nokkru. Mín skoðun er að það eigi að skoða það alvarlega að Ísland verði eitt kjördæmi. Þessi skipting sem er núna er fáránleg. Einnig eru hugmyndir Vilmundar heitins áhugaverðar og vel þess virði að þær verði dregnar fram að nýju. Hvort ég hafi "eytt" atkvæði mínu í síðustu kosningum og mörgum fyrr vil ég ekki segja. Hitt er annað að ég er ekki alltof ánægð með flokkinn minn þessa síðustu og verstu daga. En það á jú við okkur öll að við eigum okkar slæmu og góðu daga ... en vonandi áttum við okkur öll að lokum!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.12.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband