Rafmagnsbílablogg

Það er margt skrýtið og ekki skemmtilegt sem hefur komið fram á þessum síðustu og verstu en eina hugmynd líst mér mjög vel á.  Það er þessi rafmagnsbílahugmynd sem einhver amrískur kall kom með í síðustu viku.  Þessi karlmaður var sum sé mjög hissa á því að hér á þessu sjálbæra orkuríka landi væri ekki sjálfrennandi rafmagnsbílar út um allt.  Þetta er náttúrulega hárrétt hjá þessum kalli.  Auðvitað eigum við hér á Íslandi að gefa bensíneyðandi jeppabeljum langt nef og aka um á rafmagnsbílum.  Síðan á Orkuveitan og Landsvirkjun að veita milljarðafaldann afslátt á rafmagnsverðinu á nóttunni og þá verður hægt að hlaða bílaflota landsmanna ódýrt eða kannski bara ókeypis.  Rafmagnið rennur hvort sem er lítið nýtt fram og til baka um línurnar á nóttunni og  miklu betra að nota það til að hlaða batteríin.

Ég er hissa á því að enginn stjórnmálaflokkanna hafi tekið þetta þjóðþrifamál uppá sína arma.  Nú eru erfiðir tímar og atvinnuþref og þessi þjóð er svo gjörsamlega komin á hausinn að það hálfa væri nóg. Við verðum að hætta öllum innflutningi til landsins til þess að geta borgað skuldir okkar og þá á auðvitað að stöðva alveg innflutning á bensíni og olíjum.  Ég gæti trúað því að við yrðum að fara út í hvalveiðar til þess að reyna að vinna olíjur og eldsneyti úr hvalfitunni til þess að setja á fiskiskipaflotann og bátana.  Flugvélarnar verður að kyrrsetja það er ekki til peningur fyrir eldsneyti á þá flugvélabensínháka.  Flytja þarf út alla bensínspúandi jeppa og flutningabíla og senda með skipinu til baka alla þá rafmagnsbíla sem hægt er.  Nú eða reyna að venda þessum bensínbeljum yfir í rafmagnsbíla, það hlýtur að vera einhver möguleiki á slíkum venderingum.  Áfram rafmagnsbílar á Íslandi - veljum íslenskt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveitolina

Gaman að sjá að hugmyndin um sjálfbæran rafbílaflota landsmanna hefur vakið athygli þína. Það er von að þú sért hissa á því að enginn stjórnmálaflokkur hafi áttað sig á því hvað þetta er mikið þjóðþrifamál og sett það á lausnalistann til að ná Íslandi upp úr öldudalnum. Að rafbílavæða Ísland hefur gífurleg margfeldiáhrif til aukinnar hagsældar fyrir Ísland ekki bara vegna gjaldeyrissparnaðar af minnkandi innflutningi á olíu og bensíni.

Vil benda þér á áhugavert verkefni sem komið er á fljúgandi ferð varðandi rafbílavæðingu á Íslandi fyrir árslok 2012
www.2012.is

Kannski verðum við bara að fara að átta okkur á því að stjórnmálaflokkar stunda ekki nýsköpun í hugsun. Þeir koma ekki fram með svona þjóðþrifamál. Þeir eru venjulega billegri og hugmyndasnauðari en tárum taki s.b.r. að gera Ísland að mekka álbræðslu. Það er helsti markhópurinn fyrir orkuna okkar að þeirra mati.
Stjórnmálaflokkar eru of uppteknir við að viðhalda sjálfum sér. Það er venjulega fólkið í landinu sem sér tækifæri og fórnar tíma og fé í að gera hugmynd sem þessa að veruleika. Jú stundum getur verið gott að koma hugmyndunum á framfæri við stjórnmálamenn,  sem eru þó ekki þeir sem helst eru þess umkomnir að hugsa í lausnum. Hlustaðu bara á stjórnmálaumræðuna. Þegar frambjóðendur eru spurðir hvað þeir ætli að gera er svara þeir allir eins. „Það þarf að vinna að lausnum til að bjarga heimilum og fyrirtækjum“ (hvaða lausnir) „Nauðsynlegt er að finna leiðir til að aðstoða þá verst settu“. (hvaða leiðir) Þeir geta ekki svarað beinum spurningum beint. Þetta eða hitt er ekki tímabært. Gæti komið til greina að hugleiða að hugleiða. Þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar sem hafa raunverulegar hugsjónir. Eru ýmist búnir að vera í pólitík of lengi eða of stutt. Þess vegna þurfum við persónukjör.

Það eru sögulegar breytingar að eiga sér stað núna. Við erum að upplifa að almenningur er orðinn þreyttur á að láta skammta sér hálfsannleik. Við getum sannreynt allt, náð í upplýsingarnar annarsstaðar. Daginn sem stjórnmálamenn átta sig á því og fara að vinna fyrir fólkið sem þeir eiga tilvist sína í vinnunni undir, þá munu litlu viðhlæjendur leiðtoganna flosna upp og þurfa að leita sér að öðru að gera.

Sveitolina, 9.4.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Sveitolina ég vissi ekki af þessari hreyfingu á rafbílavæðingunni sem þú bendir á þ.e. www.2012.is .  Líst vel á þetta og mun fylgjast vel með hvað þar er á ferð.  Ég vil gjarnan eignast rafbíl fyrir 2012.

Guðrún S Hilmisdóttir, 9.4.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband