Músaskítur
19.6.2009 | 21:58
Það er skrítið að koma að húsi sem stendur eitt og sér í víðáttu Dalsins eina og verður að sjá um sig sjálft. Við reynum hjónin að búa vel um litla húsið á hverju sumri þegar við kveðjum Dalinn. Hingað til hefur allt gengð eins og í sögu. Húsið litla staðið á sínum stað eins og ekkert mikið hafi gerst síðan síðast þó að hafi gengið á él og norðan hörkur. Kannski smá ryk hér og þar og flugnaskítur í gluggum.
Núna brá örðuvísi við. Mýs höfðu fattað húsið littla á grundinni og látið til sín taka. Reyndar höfum við tvö lítil hús og mýsnar höfðu komist inní geymsluhúsið. Þar hefur semsagt verið fjör í vetur, þar fannst poki með grasfræjum sem músum finnst bersýnilega mikið varið í. Sá poki var nagaður í tætlur og lágu leyfar hans og fræjanna um allt gólf í geymslunni ásamt hinu ýmsasta öðru dóti sem músunum fannst einhvern veginn spennandi að naga. Þar var á ferð til dæmis vatnsveitan mín, hamar og annað smálegt.
Ég sé algjörlega núna hvað við höfum verið heppin hingað til að lenda ekki í þeim músunum. Því þær virðast vera ótrúlega fimar að komast hvað sem er. Ég var allan tímann sem ég hreinsaði út geymsluskúrinn dauðhrædd um að finna dauða mús eða finna lifandi mús. En þrátt fyrir það allt saman og að finnast þetta hinir mestu skúrkar og nagdýr dauðans er eitthvað samt lifandi við það að það skuli vera nagdýr lifandi í Dalnum væna sem láta sér ekki bankahrun eða annað fyrir brjósi brenna. Náttúran sér um sig svo skrítið sem það er.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.