Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðilegt nýtt ár

vetrarsolstodur 08Ég tók þessa mynd af vetrarsólstöðusólinni okkar þann 21. des. sl. Það er ekki algengt að sólin láti sjá sig þann dag.  Svo er heldur ekki algengt að ég sé heima hjá mér og nái að taka mynd af blessaðri sólinni ef hún lætur sjá sig á þessum stysta sólargangsdegi sínum.  En þann 21. desember 2008 gékk þetta upp. 

 

 


Gleðileg jól

Nu er det jul igen, það má svo sannalega segja að það eru orð að sönnu.  Jólin eru alveg að koma enn og aftur og óska ég öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári -

Ég ætlaði að setja hér beint inn youtube - tengil á Jussi Björling og frábæran flutning hans á laginu Ó helga nótt en það er ekki hægt en hér má hlusta á flutninginn.

 O helga natt, lag Aldolphe Adam 1847

O helga natt, o helga stund för världen,
då gudamänskan till jorden steg ned!
För att försona världens brott och synder,
för oss han dödens smärta led.
Och hoppets stråle går igenom världen,
och ljuset skimrar över land och hav.

Folk, fall nu neder, och hälsa glatt din frihet.
|: O helga natt, du frälsning åt oss gav. :|

Ty frälsar'n krossat våra tunga bojor
Vår jord är fri, himlen öppen nu är
Uti din slav du ser en älskad broder,
och se, din ovän blir dig kär
Från himlen bragte frälsaren oss friden,
för oss han nedsteg i sin stilla grav.

Folk, fall nu neder, och hälsa glatt din frihet.
|: O helga natt, du frälsning åt oss gav. :

 

 Íslensk þýðing á laginu Ó helga nótt

Lag: Adolphe Adam Ljóð: Kristín Stætter 

Ó, helga nótt, þín stjarna blikar blíða
þá barnið Jesús fæddist hér á jörð.

Í dauða myrkrum daprar þjóðir stríða
uns drottinn birtist sinni barna hjörð.
Nú glæstar vonir gleðja hrjáðar þjóðir
því guðlegt ljós af háum himni skín.
Föllum á kné, nú fagna himins englar
frá barnsins jötu blessun streymir
Blítt og hljótt til þín
Ó, helga nótt, ó, heilaga nótt.

Vort trúar ljós það veginn okkur vísi
hjá vöggu hans við stöndum hrærð og klökk

Og kyrrlát stjarna kvöldsins öllum lýsi
er koma vilja hér í bæn og þökk.
Nú konungurinn Kristur drottinn fæddist
hann kallar oss í bróður bæn til sín.
Föllum á kné, nú fagna himins englar
hjá lágum stalli í lífsins kyndill
ljóma fagur skín
Ó, helga nótt, ó heilaga, nótt.

 

 


Vetrarsólstöður

Í dag eru vetrarstólstöður.  Eftir vetrarsólstöður fer sól að hækka aftur á himninum hér á norðurhveli jarðar.  Mér finnst þetta vera merkilegur dagur og finnst alltaf gott að vita til þess að nú fari sól hækkandi á lofti.  Ég gúglaði vetrarsólstöður og komst þá að því á þessu bloggi á árið 2009 eru 400 ár síðan Gallileo Gallílei notaði sjónauka til að skoða himnahvelfinguna og til þess að marka þessi tímamót er árið 2009 alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar.  Ég hef áhuga á himingeimnum og hef einu sinni farið í stjörnusjónaukann sem er í Háskóla Íslands og skoðað stjörnurnar með honum.  Það var alveg magnað, sérstaklega að skoða fjarlægjar stjörnuþokur.  Ég væri alveg til í að gera svoleiðis aftur.

Í dag á Rás 1 verður útvarpað frá  jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva og er Sinfóníuhljómsveit Íslands klukkan eitt í dag og ætlar að spila tónlist eftir Bach og Handel.  Ég fór og hlustaði á hljómsveitina spila Síbelíus á einum af boðstónleikum hennar þegar Japanarnir vildu ekki fá þau í heimsókn eftir að við Íslendingar urðu alræmdir og úthrópuð sem pakk og fjárglæframenn erlendis.  Kannski skiljanlegt að engir vilji fá slíkt vandræðafólk í heimsókn til sín hvað þá að láta fólk vera að borga inná tónleika til að hlusta á slíkt lið vera að flytja tónlist en ég mæli með Sinfóníuhljómsveit Íslands það er góð hljómsveit og frábært tónlistarfólk og ég mæli einnig með útvarpi Rásar 1 í dag.  Þar verður flutt góð tónlist hver sem alþjóðlegur orðstír þjóðanna er.


Fjárlög

Ég skil vel þingimennina okkar, þ.e. þeir sem eru í minnihluta sem eru að múðra varðandi afgreiðslu meirihlutans á fjárlagafrumvarpi næsta árs.  Minnihlutanum finnst vanta upplýsingar en þingmenn meirihlutans virðast vita eitthvað meira um málið  allavega virðast þeir tilbúnir til að afgreiða fjárlagafrumvarpið með áorðnum breytingum.  Ég fór í rannsóknarleiðangur um heima internetsins og fann þennan fróðleik um frumvarp til fjárlaga sem nú verður að afgreiða fyrir áramótin.

1.  Framlagt fjárlagafrumvarp: m.kr.

Fyrri tala, Rekstrargurnnur, seinni tala sjóðshreyfingar                                 

Skatttekjur ............................................ 399.762,9             386.843,0

Skattar á tekjur einstaklinga .................... 111.000,0              107.800,0

Skattar á tekjur lögaðila ......................... 27.200,0                   26.000,0

Tryggingagjöld............................................ 42.032,8               41.451,1

Eignarskattar .............................................. 8.449,0                 8.299,0

Virðisaukaskattur ..................................... 145.100,0             137.800,0

Aðrir skattar á vörur og þjónustu ................... 58.327,2            57.967,1

Skattar ótaldir annars staðar ............................ 7.653,9            7.525,8

Aðrar rekstrartekjur............................... 45.920,8                 45.401,7

Arðgreiðslur ................................................. 2.130,0                    2.130,0

Vaxtatekjur og eignatekjur........................... 33.457,7              32.937,7

Rekstrartekjur ótaldar annars staðar............ 10.333,1              10.334,0

Sala eigna................................................. 3.300,0                 4.800,0

Fjárframlög............................................... 1.486,3                  1.485,3

Tekjur alls ............................................ 450.470,0             438.530,0

Æðsta stjórn ríkisins ............................................... 3.664,6                  3.664,6

Forsætisráðuneyti .................................................. 2.306,1                  2.306,1

Menntamálaráðuneyti.......................................... 61.809,3                   61.809,3

Utanríkisráðuneyti ................................................ 11.428,1                 11.428,1

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti ................. 17.783,9               17.856,9

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti................................. 27.187,6               27.187,6

Félags- og tryggingamálaráðuneyti ............................ 102.480,9      100.760,9

Heilbrigðisráðuneyti................................................ 119.371,4             119.371,4

Fjármálaráðuneyti................................................... 52.969,8               44.939,8

Samgönguráðuneyti................................................ 57.316,2               57.241,2

Iðnaðarráðuneyti...................................................... 6.480,2                 6.480,2

Viðskiptaráðuneyti .................................................. 2.729,3                   2.729,3

Umhverfisráðuneyti................................................. 7.217,0                    7.217,0

Vaxtagjöld ríkissjóðs............................................. 34.670,0                  28.500,0

Samtals ...................................................... 507.414,4                491.492,4

Tekjujöfnuður.............................................. -56.94


Meirihluti fjárlaganefndar hefur síðan skilað nefndaráliti þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:

Í endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis er gert ráð fyrir að tekjur verði 395,8 milljarðar kr. sem er 54,6 milljarða kr. lækkun frá frumvarpinu. Tekjujöfnuður verður -93,1 milljarður kr. sem er hækkun um -36,2 milljarða kr.

  Svo mörg voru þau orð.  Ekki eitt einasta orð um það hvar tekjurnar lækka, né hvernig þessi tala um tekjuójöfnuð er fundinn út.  Mér finnst það mjög einkennilegt ef ekki eru settar fram áætlaðar tölur í breyttu frumvarpi sem sýna hvar og hvernig tekjurnar lækka svo síðan hvar og hvernig nýr tekjuójöfnuður er fundinn út. Þannig virðist ekki öll spilin upp á borðinu í þessum upplýsingum sem eru aðgengileg okkur almenningi varðandi frumvarp til fjárlaga næsta árs.  Enda kemur það okkur kannski bara ekkert við?  Þetta er kannski bara mál sem kjörnir fulltrúar okkar eiga að stella með en hlutdeild okkar almennings er að taka afleiðingunum.  Þannig skiptir það engu máli hvort við almenningur eða þeir á Alþingi geti sett sig inní þær forsendur sem þar er unnið eftir.  En það er klárt að það koma margar eftiráútskýringar það verður engin vöntun á því.  Ég vildi bara óska að menn skýrðu betur út hvað þeir væru að gera áður en ákvörðun er tekin.  Kæri mig minna um þessar útþvældu eftiráskýringar. 

 

 


Kosningafyrirkomulagið

Mér finnst nauðsynlegt að skipta um kosningafyrirkomulag hér á landi.  Flokkafyrirkomulagið hér á landi svo og það fyrirkomulag að flokkarnir gangi óbundnir til kosninga gerir það að verkum að það skiptir engu máli hverju flokkarnir eru að lofa kjósendum fyrir kosningar. Um leið og búið er að loka kjörstöðum er einnig lokað á allt minni kjörna fulltrúa og flokkarnir ganga til sinna einkadagskrár þar sem þeirra eigin hagsmunir eru hafðir í húfi en ekki kjósenda. Þannig kemst maður að því ,,the hard way" að maður hefur látið plata sig æ ofaní æ og kosið fólk sem maður trúið að talaði af heilindum en sér að svo var ekki heldur var aðeins um innantómt málskrúð að ræða.

Ég vil sjá kosningafyrirkomulag þar sem hægt er að velja bæði fólk og flokka.  Ég hef ekki kynnt mér nægjanlega vel hugmyndir Vilmundar Gylfasonar heitins en það gæti vel verið að þar væri á ferð hugmynd sem væri nýtanleg fyrir land og þjóð.  Ef við á Íslandi ætlum að þykjast vera lýðræðisþjóð þá verður eitthvað mikið að gerast í kosningafyrirkomulaginu því núverandi fyrirkomulag er vonlaust á mínu mati og ýtir undir spillingu. 

Þannig hélt ég til dæmis að ég væri að kjósa jafnaðarmannaflokk á þing í síðustu kosningum en sé það núna að svo var ekki heldur einhverskonar sjálfstæðisframsóknarflokk. Ég var ekkert mjög ánægð með það val sem ég hafði sem kjósandi í síðustu alþingiskosningum og atkvæðið mitt fór á illskásta flokkinn, ég verð að játa það.  Mér finnst það núna mjög leitt að hafa lagt mitt atkvæði á vogaskálarnar til að koma þessum flokki til valda en kenni bara sjálfri mér um að að hafa verið svona vittlaus að hafa ekki séð í gegnum orðskrúð þessara þykistu jafnaðarmanna.  Ég set þær kröfur að ég þurfi ekki að vera að velja eitthvað illskárst.  Ég vil fá að greiða atkvæði mitt fólki og flokk sem ég hef trú á að ætli sér að gera það sem þau tala um fyrir kjördag ef og þegar þau ná kosningu.  Annars er bara betra að skila auðu.  Hreinlega vera ekkert að gefa atkvæðið sitt í þetta leikrit sem verið er að bjóða manni uppá.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband