Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Rafmagnsbílablogg

Það er margt skrýtið og ekki skemmtilegt sem hefur komið fram á þessum síðustu og verstu en eina hugmynd líst mér mjög vel á.  Það er þessi rafmagnsbílahugmynd sem einhver amrískur kall kom með í síðustu viku.  Þessi karlmaður var sum sé mjög hissa á því að hér á þessu sjálbæra orkuríka landi væri ekki sjálfrennandi rafmagnsbílar út um allt.  Þetta er náttúrulega hárrétt hjá þessum kalli.  Auðvitað eigum við hér á Íslandi að gefa bensíneyðandi jeppabeljum langt nef og aka um á rafmagnsbílum.  Síðan á Orkuveitan og Landsvirkjun að veita milljarðafaldann afslátt á rafmagnsverðinu á nóttunni og þá verður hægt að hlaða bílaflota landsmanna ódýrt eða kannski bara ókeypis.  Rafmagnið rennur hvort sem er lítið nýtt fram og til baka um línurnar á nóttunni og  miklu betra að nota það til að hlaða batteríin.

Ég er hissa á því að enginn stjórnmálaflokkanna hafi tekið þetta þjóðþrifamál uppá sína arma.  Nú eru erfiðir tímar og atvinnuþref og þessi þjóð er svo gjörsamlega komin á hausinn að það hálfa væri nóg. Við verðum að hætta öllum innflutningi til landsins til þess að geta borgað skuldir okkar og þá á auðvitað að stöðva alveg innflutning á bensíni og olíjum.  Ég gæti trúað því að við yrðum að fara út í hvalveiðar til þess að reyna að vinna olíjur og eldsneyti úr hvalfitunni til þess að setja á fiskiskipaflotann og bátana.  Flugvélarnar verður að kyrrsetja það er ekki til peningur fyrir eldsneyti á þá flugvélabensínháka.  Flytja þarf út alla bensínspúandi jeppa og flutningabíla og senda með skipinu til baka alla þá rafmagnsbíla sem hægt er.  Nú eða reyna að venda þessum bensínbeljum yfir í rafmagnsbíla, það hlýtur að vera einhver möguleiki á slíkum venderingum.  Áfram rafmagnsbílar á Íslandi - veljum íslenskt.  


Adagio fyrir strengi

Heyrði þessa fallegu tónlist hér í morgunsárið í útvarpinu mínu og ákvað að deila henni með öðrum þetta er Adagio fyrir strengi eftir Samuel Barber og hérna er verkið flutt af BBC hljómsveitinni undir stjórn Leonard Slatkin á minningartónleikum fyrir þá sem létust 11. september 2001.  Mikill tregi í þessu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband