Ráð í atvinnuleysi

Nú er vetur í bæ og atvinnuleysistölurnar vaxa hratt á hverjum degi.  Þetta er ekki gott, þetta er mjög slæmt.  Verst að nú virðist atvinnuleysið ætla að bíta á okkur Íslendingum en þegar kreppan hóf göngu sína hér á Íslandi í haust þá voru vonir manna bundnir við það að atvinnuleysið kæmi helst niður á erlendu vinnuafli sem væri tímabundið staðsett hér á klakanum og myndi snarlega snautast í burtu við fyrsta hanagal.  Vér Íslendingar áttum ekki að finna eins mikið fyrir atvinnuleysisvofunni.  Nú er annað komið á daginn og alls ekki fyrirséð hvernig hægt verður að bjarga málum.  Nema náttúrulega með því að fólk flytjist af landi brott og reyni fyrir sér á erlendri grundu.  Slíkur fólksflótti er þegar hafinn, ég veit um nokkra sem eru þegar farnir, Kanada kemur sterkt inn og eins eru menn að fara til Noregs.  Bara svona ef þið vissuð það ekki og haldið að menn séu bara að ljúga til um fólksflótta frá Íslandi.

Á vef Vinnumálastofnunar eru gefnar upp nýjustu tölur um fjölda atvinnulausra í landinu.  Í dag er talan 14.724.  Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað hægt er að gera í þessu árferði.  Vissulega er gott mál að styrkja skólana og eins að styrkja ýmsar framleiðslugreinar.  Einnig mætti koma á ýmsu starfsnámi og/eða styrkja fólk til vinnu hjá fyrirtækjum eða í framleiðslugreinum.  Til dæmis tel ég  það væri mjög gott mál ef komið yrði á fót starfsnámi í Alþingi Íslendinga fyrir fólk sem er atvinnulaust.  Þannig væri hægt að auka fjöldann sem væri starfandi við húsið, menn lærðu að búa til frumvarp og annað, svo og fengið reynslu í því að standa í ræðustól Alþingis.  Kannski gæti fólk sem væri í starfsnámi á Alþingi síðan komið einhverju að sem gagn væri aldrei að vita.  Mér hefur líka fundist eins og það fólks sem starfar á Alþingi sé í einhverjum öðrum heimi en við hinir Íslendingarnir og ef rennerí væri af venjulegu fólki í starfsnámi á Alþingi þá væri kannski möguleiki á því að Alþingismenn gætu gert sér betur grein fyrir því en nú hvernig lífið gengur fyrir sig fyrir utan múra Alþingishússins. Þannig að ég get ekkert séð nema jákvætt við það að koma á starfsnámi á Alþingi Íslendinga fyrir fólk í atvinnuleit.


Obama-mama

Ég var með kveikt á sjónvarpinu um daginn og horfði á innsetningarathöfn forseta bandaríkjanna.  Ég hef aldrei áður spáð í þessa athöfn, þessa innsetningu eða the presidetial inaguration eins og það heitir á bandarísku.  Þetta er mikil athöfn og var um margt áhugavert að fylgjast með henni þótt ég hafi ekkert verið alveg límd við skjáinn.  Maður get semsagt fylgst með göngu fyrirfólksins í litlum hópum eftir göngum þinghússins í Washington út á svið eða svalir þar sem athöfnin fer síðan fram.  Áður en fólkið stígur fram er mikill lúðrablástur og svo þessi sérstaka amríska kynning þar sem karlmannsþulur kynnir djúpri röddu - herra mínir og frúr - hinn háæverðugi þessi þessi þessi, ásamt hinum háævirðuga þessa þessa þessa og svo framvegis.  Mesta furða hvað þulinum tóks að koma þessum háævirðulegu nöfnum og titlum frá sér án þess að frussa mikið eða hiksta. Það getur svo sem verið að þetta sér nauðsynlegt þar sem einhverjar milljónir voru saman komnir á þessum þjóðarvelliv- National mall þar sem hátíðin fór fram. 

Flestir voru nokkuð alvörugefnir og hátíðlegir á svip þar sem þeir gengu út um aðaldyrnar nema fyrrverandi forsetafrú bandaríkjana, Laura Bush, sem brosti og sagði - hi how are you all doing - eða sæl, hvernig hafið þið það, og ég ákvað að hún væri bara fegin að eiga þarna bara eftir fimm mínútur í þeirri stöðu að vera gift forseta bandaríkjanna.  Bush fyrrverandi forseti var einstaklega einmannalegur og dapur á svip þar sem hann gékk fram þinghúsganginn, það spillti kannski dálítið heildarsvipnum á þessari útgöngu hans úr embætti að varaforsetinn Cheyni var í hjólastól eftir að hafa meitt sig í baki við að baksa við pappakassa við flutninga.  Einhvern veginn þá hljómaði sú afsökun á hjólastjólaveru Cheyni ekki trúverður í mínum eyrum.  Sé það ekki fyrir mér að sá maður sé eitthvað að takast á við pappakassa eða nokkurn skapað hlut sem reynir á líkamann.  En þetta er útúrdúr.

Tilvonandi forseti, the president elect, Barack Obama var pínu stressaður að sjá þar sem gékk til athafnarinnar, ég er ekkert hissa, þetta er mikið mál að verða forseti bandaríkjanna.  Ég vona bara að honum takist vel til og ekki síst að honum takist þau stefnumál sem hann setur á oddinn.  Að sumu leyti byrjar hann ágætlega með því að stoppa af strax fangelsið í Qvantanamó.  Síðan verðum maður að bíða og sjá hvort eitthvað þokast hjá honum.  

Ég horfði fyrir nokkru á einn af mínum uppáhalds sjónvarpsþáttum the Daily show með John Stewart þar sem núverandi forsetafrú bandaríkjanna, Michelle Obama var gestur í þættinum.  Mér fannst hún mjög skelegg, t.d. sagði Michelle að hún væri töluvert krítísk á manninn sinn, þe. hún léti hann vita af því ef henni finnst eitthvað ekki ganga upp hjá honum.  Hann yrði að sannfæra þessa Obama - mama eins og hún sagði til þess að geta sannfært aðra.  Ég vona að vera þeirra hjóna í Hvíta húsinu verði árangursrík og að Obama-mama verði ekki jafn fegin að losna úr þeirri prísund síðar meir eins og ég tel að fyrrverandi forsetafrúin hafi verið.


Uppgjörið

Ég hef ákveðið að halda mig við það að gera uppgjör á gamla árinu í upphafi nýs árs hér á þessu bloggi mínu.  Árið 2008 verður að mörgu leyti mjög minnisstætt öllum Íslendingum en hér ætla ég að nefna nokkur atriði sem eru mér minnistæðust.

Andlát.  Við fjölskyldan misstum elskulegan tengdaföður minn Sigurjón Sigurðsson í byrjun janúar.  Elínborg Gunnarsdótir tengdamóðir mín er ótrúlega dugleg og seig að mínu mati að takast á við þær breyttu aðstæður sem urðu á hennar lífi við andlát Sigurjóns.  Núna hefur hún fengið herbergi inná Dalbæ á Dalvík, er búin að mublera það upp og getur búið þar eða skroppið yfir á Læk ef hún fær far til þess og veður og færð hentar.   Ég ætla aðeins að nefna fráfall Sigurjóns hér í þessu uppgjöri en ég fór á mun fleiri jarðafarir á árinu 2008 en önnur ár.

Tónleikar.  Ég fór á mjög marga tónleika þetta ár. Suma fór ég á óvænt og með stuttum fyrirvara eins og tónleikarnir með James Blunt, en hann kom mér á óvart, ég hafði gaman af þeim tónleikum.  Aðrir voru skipulagðir með löngum fyrirvara eins og ferð okkar fjölskyldunnar á Bræðsluna á Borgarfjörð eystri í sumar.  Þar var Damien Rice og meðan hann var að spila var alltaf öðru hvoru einhver sem kallaði og kallaði, spilaðu Blowers daughter, Damien tók síðan lagið í lokauppklappinu og mér fannst það eftiráaðhyggja ein af betri tónlistarmómentum hjá mér á árinu.  Ég dreif mig síðan í kórinn Vox academica og við fluttum ásamt 60 manna hljómsveit Carminu Burana í nóvember.  Tónleikarnir tókust mjög vel að okkar mati og Gunnar maðurinn minn sat aftast fyrir miðju í Grafarvogskirkju og hann var mjög ánægður með hljómsveit og kór.  En þeir tónleikagestir sem sátu fremst í kirkjunni, næst hljómsveitinni og kórnum voru ekki jafn heppnir því uppstilling á hljómsveitinni gerði það að verkum að hjómsveitin varð of sterk hjá þeim miðað við kórinn.  En við í kórnum vorum allsendis óvitandi um þetta og mér fannst allavega mjög gaman að flytja verkið.  Sérstaklega í lokin þegar O fortuna er tekið aftur, það var toppurinn hjá mér í tónleikaupplifun ársins.

Ferðalög.  Við ferðuðumst mjög mikið um Ísland á síðasta ári, vorum í gamla góða tjaldinu okkar og höfðum það fínt.  Einnig leigðum við tvisvar íbúðir á Akureyri hjá starfsmannafélögum sem við erum í hjónin, það kom mjög vel út.  Ísland var fallegt í sumar, við vorum mjög heppin með veður á þessum ferðum okkar, veðrið á Austurlandi var eins og á Spáni þegar við vorum þar á ferð.  Við keyrðum í einu striki frá Borgarfirði eystra, yfir Hellisheiði eystri yfir í Vopnafjörð og heimsóttum þar ættingja Gunnars, síðan var stefnan tekin á Akureyri.  Við vorum við Mývatn um 10 leytið um kvöldið, krakkarnir fengu sér hamborgara en við sátum í bílnum og dáðumst að frábæru veðri og fegurð Mývatns og nágrennis.  Síðan brunuðum við meðfram vatninu og sólin speglaðist þvílíkt í Mývatni og Mývatn og umhverfi var eins og póstkort af sjálfu sér og allst staðar voru rútufarmarnir af útlendingunum sem stóðu og mynduðu hver sem betur gat en við Íslendingarnir brunuðum í bílnum eins og eldibrandar beinustu leið í náttstað til Akureyrar.  Við sáum náttúrulega út um gluggann hvað þetta var fallegt það er ekki spurningin.

Vantraust.  Að lokum er það þá vantraustið.  Ég verð að játa að ég hafði haft nokkrar áhyggjur af efnahagsmálum þjóðarinnar.  Fyrir rúmu ári síðan hitti ég fólk sem hafði starfað innan veggja bankanna og þegar við kvöddumst þá kvaddi fólkið með þessum orðum:,, Vonandi tekst þeim að leysa efnahagsmál þjóðarinnar á farsælan hátt."  Við þessi orð þessara fyrrverandi bankamanna þá hugsaði ég - Vá þau hafa virkilegar áhyggjur af stöðu efnahagsmála á Íslandi.  Þetta var í september árið 2007.  Síðan hrundi litla Ísland í október 2008 og það virðist ekki hafa verið neinum sérstökum að kenna, enginn átti að passa uppá okkur litlu þjóðina á þessu skeri sem nú er sokkið í sæ.  Ég er seinþreytt til vandræða og frekar lengi að fatta hlutina, verð að játa það.  En þessi staða okkar núna er rosaleg og í raun óásættanleg.   Allir ráðamenn þjóðarinnar, stjórnmálaflokkarnir, forsvarsmenn atvinnulífs og forustusauðir þjóðarinnar allir sem einn áttu að grípa til varna fyrir land og þjóð fyrir löngu, löngu síðan.  Fyrst fyrrverandi bankamenn sáu þetta fyrir í september 2007 hvernig í ósköpum gátu ráðamenn þjóðarinnar sofið á verðinum fram í september 2008 þegar varð að steypa þjóðina í glötun?  Hvar var allt þetta fólk sem áttu að passa uppá land og þjóð?  Það brást algjörlega trausti þjóðarinnar og ég er ekki að sjá það að ég persónulega eigi eftir að treysta einum einasta af þessu fólki nokkurn tímann aftur.  Því miður.   


Gleðilegt nýtt ár

vetrarsolstodur 08Ég tók þessa mynd af vetrarsólstöðusólinni okkar þann 21. des. sl. Það er ekki algengt að sólin láti sjá sig þann dag.  Svo er heldur ekki algengt að ég sé heima hjá mér og nái að taka mynd af blessaðri sólinni ef hún lætur sjá sig á þessum stysta sólargangsdegi sínum.  En þann 21. desember 2008 gékk þetta upp. 

 

 


Gleðileg jól

Nu er det jul igen, það má svo sannalega segja að það eru orð að sönnu.  Jólin eru alveg að koma enn og aftur og óska ég öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári -

Ég ætlaði að setja hér beint inn youtube - tengil á Jussi Björling og frábæran flutning hans á laginu Ó helga nótt en það er ekki hægt en hér má hlusta á flutninginn.

 O helga natt, lag Aldolphe Adam 1847

O helga natt, o helga stund för världen,
då gudamänskan till jorden steg ned!
För att försona världens brott och synder,
för oss han dödens smärta led.
Och hoppets stråle går igenom världen,
och ljuset skimrar över land och hav.

Folk, fall nu neder, och hälsa glatt din frihet.
|: O helga natt, du frälsning åt oss gav. :|

Ty frälsar'n krossat våra tunga bojor
Vår jord är fri, himlen öppen nu är
Uti din slav du ser en älskad broder,
och se, din ovän blir dig kär
Från himlen bragte frälsaren oss friden,
för oss han nedsteg i sin stilla grav.

Folk, fall nu neder, och hälsa glatt din frihet.
|: O helga natt, du frälsning åt oss gav. :

 

 Íslensk þýðing á laginu Ó helga nótt

Lag: Adolphe Adam Ljóð: Kristín Stætter 

Ó, helga nótt, þín stjarna blikar blíða
þá barnið Jesús fæddist hér á jörð.

Í dauða myrkrum daprar þjóðir stríða
uns drottinn birtist sinni barna hjörð.
Nú glæstar vonir gleðja hrjáðar þjóðir
því guðlegt ljós af háum himni skín.
Föllum á kné, nú fagna himins englar
frá barnsins jötu blessun streymir
Blítt og hljótt til þín
Ó, helga nótt, ó, heilaga nótt.

Vort trúar ljós það veginn okkur vísi
hjá vöggu hans við stöndum hrærð og klökk

Og kyrrlát stjarna kvöldsins öllum lýsi
er koma vilja hér í bæn og þökk.
Nú konungurinn Kristur drottinn fæddist
hann kallar oss í bróður bæn til sín.
Föllum á kné, nú fagna himins englar
hjá lágum stalli í lífsins kyndill
ljóma fagur skín
Ó, helga nótt, ó heilaga, nótt.

 

 


Vetrarsólstöður

Í dag eru vetrarstólstöður.  Eftir vetrarsólstöður fer sól að hækka aftur á himninum hér á norðurhveli jarðar.  Mér finnst þetta vera merkilegur dagur og finnst alltaf gott að vita til þess að nú fari sól hækkandi á lofti.  Ég gúglaði vetrarsólstöður og komst þá að því á þessu bloggi á árið 2009 eru 400 ár síðan Gallileo Gallílei notaði sjónauka til að skoða himnahvelfinguna og til þess að marka þessi tímamót er árið 2009 alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar.  Ég hef áhuga á himingeimnum og hef einu sinni farið í stjörnusjónaukann sem er í Háskóla Íslands og skoðað stjörnurnar með honum.  Það var alveg magnað, sérstaklega að skoða fjarlægjar stjörnuþokur.  Ég væri alveg til í að gera svoleiðis aftur.

Í dag á Rás 1 verður útvarpað frá  jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva og er Sinfóníuhljómsveit Íslands klukkan eitt í dag og ætlar að spila tónlist eftir Bach og Handel.  Ég fór og hlustaði á hljómsveitina spila Síbelíus á einum af boðstónleikum hennar þegar Japanarnir vildu ekki fá þau í heimsókn eftir að við Íslendingar urðu alræmdir og úthrópuð sem pakk og fjárglæframenn erlendis.  Kannski skiljanlegt að engir vilji fá slíkt vandræðafólk í heimsókn til sín hvað þá að láta fólk vera að borga inná tónleika til að hlusta á slíkt lið vera að flytja tónlist en ég mæli með Sinfóníuhljómsveit Íslands það er góð hljómsveit og frábært tónlistarfólk og ég mæli einnig með útvarpi Rásar 1 í dag.  Þar verður flutt góð tónlist hver sem alþjóðlegur orðstír þjóðanna er.


Fjárlög

Ég skil vel þingimennina okkar, þ.e. þeir sem eru í minnihluta sem eru að múðra varðandi afgreiðslu meirihlutans á fjárlagafrumvarpi næsta árs.  Minnihlutanum finnst vanta upplýsingar en þingmenn meirihlutans virðast vita eitthvað meira um málið  allavega virðast þeir tilbúnir til að afgreiða fjárlagafrumvarpið með áorðnum breytingum.  Ég fór í rannsóknarleiðangur um heima internetsins og fann þennan fróðleik um frumvarp til fjárlaga sem nú verður að afgreiða fyrir áramótin.

1.  Framlagt fjárlagafrumvarp: m.kr.

Fyrri tala, Rekstrargurnnur, seinni tala sjóðshreyfingar                                 

Skatttekjur ............................................ 399.762,9             386.843,0

Skattar á tekjur einstaklinga .................... 111.000,0              107.800,0

Skattar á tekjur lögaðila ......................... 27.200,0                   26.000,0

Tryggingagjöld............................................ 42.032,8               41.451,1

Eignarskattar .............................................. 8.449,0                 8.299,0

Virðisaukaskattur ..................................... 145.100,0             137.800,0

Aðrir skattar á vörur og þjónustu ................... 58.327,2            57.967,1

Skattar ótaldir annars staðar ............................ 7.653,9            7.525,8

Aðrar rekstrartekjur............................... 45.920,8                 45.401,7

Arðgreiðslur ................................................. 2.130,0                    2.130,0

Vaxtatekjur og eignatekjur........................... 33.457,7              32.937,7

Rekstrartekjur ótaldar annars staðar............ 10.333,1              10.334,0

Sala eigna................................................. 3.300,0                 4.800,0

Fjárframlög............................................... 1.486,3                  1.485,3

Tekjur alls ............................................ 450.470,0             438.530,0

Æðsta stjórn ríkisins ............................................... 3.664,6                  3.664,6

Forsætisráðuneyti .................................................. 2.306,1                  2.306,1

Menntamálaráðuneyti.......................................... 61.809,3                   61.809,3

Utanríkisráðuneyti ................................................ 11.428,1                 11.428,1

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti ................. 17.783,9               17.856,9

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti................................. 27.187,6               27.187,6

Félags- og tryggingamálaráðuneyti ............................ 102.480,9      100.760,9

Heilbrigðisráðuneyti................................................ 119.371,4             119.371,4

Fjármálaráðuneyti................................................... 52.969,8               44.939,8

Samgönguráðuneyti................................................ 57.316,2               57.241,2

Iðnaðarráðuneyti...................................................... 6.480,2                 6.480,2

Viðskiptaráðuneyti .................................................. 2.729,3                   2.729,3

Umhverfisráðuneyti................................................. 7.217,0                    7.217,0

Vaxtagjöld ríkissjóðs............................................. 34.670,0                  28.500,0

Samtals ...................................................... 507.414,4                491.492,4

Tekjujöfnuður.............................................. -56.94


Meirihluti fjárlaganefndar hefur síðan skilað nefndaráliti þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:

Í endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis er gert ráð fyrir að tekjur verði 395,8 milljarðar kr. sem er 54,6 milljarða kr. lækkun frá frumvarpinu. Tekjujöfnuður verður -93,1 milljarður kr. sem er hækkun um -36,2 milljarða kr.

  Svo mörg voru þau orð.  Ekki eitt einasta orð um það hvar tekjurnar lækka, né hvernig þessi tala um tekjuójöfnuð er fundinn út.  Mér finnst það mjög einkennilegt ef ekki eru settar fram áætlaðar tölur í breyttu frumvarpi sem sýna hvar og hvernig tekjurnar lækka svo síðan hvar og hvernig nýr tekjuójöfnuður er fundinn út. Þannig virðist ekki öll spilin upp á borðinu í þessum upplýsingum sem eru aðgengileg okkur almenningi varðandi frumvarp til fjárlaga næsta árs.  Enda kemur það okkur kannski bara ekkert við?  Þetta er kannski bara mál sem kjörnir fulltrúar okkar eiga að stella með en hlutdeild okkar almennings er að taka afleiðingunum.  Þannig skiptir það engu máli hvort við almenningur eða þeir á Alþingi geti sett sig inní þær forsendur sem þar er unnið eftir.  En það er klárt að það koma margar eftiráútskýringar það verður engin vöntun á því.  Ég vildi bara óska að menn skýrðu betur út hvað þeir væru að gera áður en ákvörðun er tekin.  Kæri mig minna um þessar útþvældu eftiráskýringar. 

 

 


Kosningafyrirkomulagið

Mér finnst nauðsynlegt að skipta um kosningafyrirkomulag hér á landi.  Flokkafyrirkomulagið hér á landi svo og það fyrirkomulag að flokkarnir gangi óbundnir til kosninga gerir það að verkum að það skiptir engu máli hverju flokkarnir eru að lofa kjósendum fyrir kosningar. Um leið og búið er að loka kjörstöðum er einnig lokað á allt minni kjörna fulltrúa og flokkarnir ganga til sinna einkadagskrár þar sem þeirra eigin hagsmunir eru hafðir í húfi en ekki kjósenda. Þannig kemst maður að því ,,the hard way" að maður hefur látið plata sig æ ofaní æ og kosið fólk sem maður trúið að talaði af heilindum en sér að svo var ekki heldur var aðeins um innantómt málskrúð að ræða.

Ég vil sjá kosningafyrirkomulag þar sem hægt er að velja bæði fólk og flokka.  Ég hef ekki kynnt mér nægjanlega vel hugmyndir Vilmundar Gylfasonar heitins en það gæti vel verið að þar væri á ferð hugmynd sem væri nýtanleg fyrir land og þjóð.  Ef við á Íslandi ætlum að þykjast vera lýðræðisþjóð þá verður eitthvað mikið að gerast í kosningafyrirkomulaginu því núverandi fyrirkomulag er vonlaust á mínu mati og ýtir undir spillingu. 

Þannig hélt ég til dæmis að ég væri að kjósa jafnaðarmannaflokk á þing í síðustu kosningum en sé það núna að svo var ekki heldur einhverskonar sjálfstæðisframsóknarflokk. Ég var ekkert mjög ánægð með það val sem ég hafði sem kjósandi í síðustu alþingiskosningum og atkvæðið mitt fór á illskásta flokkinn, ég verð að játa það.  Mér finnst það núna mjög leitt að hafa lagt mitt atkvæði á vogaskálarnar til að koma þessum flokki til valda en kenni bara sjálfri mér um að að hafa verið svona vittlaus að hafa ekki séð í gegnum orðskrúð þessara þykistu jafnaðarmanna.  Ég set þær kröfur að ég þurfi ekki að vera að velja eitthvað illskárst.  Ég vil fá að greiða atkvæði mitt fólki og flokk sem ég hef trú á að ætli sér að gera það sem þau tala um fyrir kjördag ef og þegar þau ná kosningu.  Annars er bara betra að skila auðu.  Hreinlega vera ekkert að gefa atkvæðið sitt í þetta leikrit sem verið er að bjóða manni uppá.


Laugardagur til lukku

Mikið um að vera hjá mér í gær.  Fór fyrst á æfingu með hljómsveit og einsöngvurum klukkan hálf tíu um morguninn upp í Grafarvogskirkju sem lauk klukkan eitt.  Þá átti að raða stólum og ýmislegt fleira en Þóru Einarsdóttur, sóprandívunni okkar í verkinu vantaði far niðrí bæ þannig að ég bauðst til að skutla henni.  Þar sem við erum að keyra yfir Gullinbrú þá leist mér bara ekkert á blikuna.  Ég varð algjörlega blinduð af sól og sá varla nokkurn skapaðan hlut.  Ég var dauðhrædd um að keyra út í skurð eða að einhver myndi keyra aftaná mig.  Enda voru þarna einhverjir bílar sem lentu í ákeyrslu við fyrstu ljósin.  Ég kom Þóru heim til hennar án nokkura vandkvæðna og létti við - eins gott því þarna var nú ekkert neitt lítið mikilvægur farþegi með í för!

Svo komu tónleikarnir um kvöldið, troðfull kirkja og stemning.  Flutningurinn gékk mjög vel, auðvitað finnst mér kórinn Vox academica mjög flottur og stjórnandinn hann Hákon frábær, einsöngvararnir flottir en mesta upplifunin hjá mér á tónleikunum sem flytjanda var hvað hljómsveitin var æðisleg  og vann frábærlega með okkur á tónleikunum.  Við eigum margt rosalega flinkt tónlistarfólk. 

Það verður að játast að það varð toppur að syngja O Fortuna í síðara skiptið því þá söng maður og bara allur kórinn á útopnu.  Ég hafði ekki átt von á þessu mómenti einhvern veginn sem kom svo þarna á tónleikunum.  Enda erum við þarna búin að flytja verkið og því þarf maður ekkert að eiga inni orku fyrir rest eða þannig.  Getur bara notað þá orku sem maður vill láta fara.   Algjörlega frábært móment fyrir mig amk.   En jafnvel þótt allur flutningur hafi verið góður þá er það eins og Hákon Leifsson sagði eftir tónleikana verkið, Carmina Burana sem er best of the best og í aðalhlutverki, það er virkilega skemmtilegt og ég var alltaf að finna eitthvað nýtt og nýtt í því.

Það er eitthvað sérstakt kikk í því að syngja á tónleikum fyrir áheyrendur.  Að taka þátt í flutningi á góðu verki með stórri hljómsveit, kór og einsöngvurum fyrir fulla kirkju af áheyrendum er bara æðislegt.  Og við þá sem komu á tónleikana í gærkvöldi vil ég bara segja eitt - Takk fyrir mig.


Carmina Burana

Þá er komið að því.  Annað kvöld í Grafavogskirkju klukkan 20:00 flytur kórinn Vox academica ásamt sveitinni Jón Leifs Camerata, Þóru Einarsdóttur sópran, Alex Answorth baritón og Þorgeiri Andréssyni tenór verkið Carmina Burana eftir Carl Orff. Og einig er með unglingakór Grafarvogskirkju, má ekki gleyma því.   Ég mæli með því að þeir sem hafa áhuga á góðri tónlist drífi sig á tónleikana annað kvöld. Set hér inn kynningu frá kórfélaga vegna tónleikanna:

Þegar á harðbakkann slær í samfélaginu er fátt hollara en að koma saman eina kvöldstund og hlýða á tónlist og það má reyndar segja að Carmina Burana eftir Carl Orff eigi óvenju ríkt erindi til okkar á krepputímum. Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miðaldahefðar og í þessum bæversku ljóðum er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almættinu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unað ástarinnar og margbreytilegt eðli mannsins.

Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls 55 frábæra hljóðfæraleikara.    Þóra Einarsdóttir sópran, Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór munu túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka þátt í flutningnum.

Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur fyrir vandaðan flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sl. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband