Færsluflokkur: Ég og mínir

Slóðir internetsins

Er komin með annan bloggvin, Salvöru, því ég tók áskorun Daggar um að biðja Salvöru um að vera bloggvin minn.  Og Salvör samþykkti það - takk fyrir það Salvör.

Salvör kenndi mér á slóðir internetsins og er mesta hugsjónamanneskja um internetið sem ég hef hitt hingað til.

Ég er ennþá í einhverju basli með tæknina við að blogga er í því að leiðrétta hitt og þetta og læra á að setja inn tengla og guð má vita hvað.  Kannski verður þetta einhverntímann barn í brók hjá mér.

Ég setti líka upp blogg á blogspot.com, veit ekki af hverju en ætla að sjá til.  Slóðin á það blogg er: http://gudrunshil.blogspot.com/ .

Ein enn bloggandi frænkan bættist við tenglasafnið mitt, það er hún Védís sem er í heimsreisu um Mosambík, Suður-Afríku, Frakkland og Spán.  Védís ferðast um með geitum sínum, sem eru dætur hennar tvær.  Ég hef aldrei skilið þessa nafngift Védísar á dætrunum en furðulegt nokk þá venst maður því ágætlega. 


Að blogga

Salvör Gissurar kom mér á bragðið með að blogga.  Ég sé að hún er með 1004 bloggvini.  Ég kann ekki við að biðja hana um að vera bloggvinur minn en ég hef núna í augnablikinu tekið þá ákvörðun að biðja bara þá á Moggablogginu sem ég hef hitt persónulega um að vera bloggvinur.  Er þetta mikið atriði við að blogga?  Hvað ætli sé aðalatriði? Veit ekki - kemur í ljós.

 

 


Prufa á bloggi

Dagurinn farinn að styttast aftur.  Þetta er prufa á bloggi.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband