Pavarotti allur

BayreuthÞá er Pavarotti allur.  Ég hitti hann aldrei blessaðan frekar en hún Diddú okkar sem hefur sungið með hinum tveimur tenórunum úr fræga tenóró-tríóinu.

Hins vegar er ég svo fræg að hafa hitt Dómíngó sjálfan live.  Það var þannig að árið 1992 fórum við í heimsókn til kunningja okkar til Bayreuth í Þýskalandi.  Keith Reed var þá að syngja í óperukórnum í óperuhúsinu í Bayreuth og smyglaði okkur inn í húsið á barnapössum sem börnin hans voru með.  Mikið ævintýri.  Þarna spásseruðum við um á meðal starfsmanna óperunnar, og fræga fólksins sem við þekktum ekkert og Keith varð að benda okkur sérstaklega á.  Við smygluðum okkur inná upphitun hjá óperukórnum, sem var kominn í búning en kórinn er það allra flottasta hljóðfæri sem ég hef heyrt í, ég sat dolfallin í klukku allan upphitunina. 

Allavega þar sem ég er þarna backstage þá geng ég í flasið á manni sem mér fannst ég eitthvað kannast við - og brosti til hans náttúrulega sem sönnum Íslendingi ekki ætlaði ég að móðga manninn skyldi þetta vera hann Jón á Leiru eða Siggi á Bakka.  Maðurinn brosti til baka og spjallaði aðeins við dóttur mína sem var þarna með mér.  Síðan er kallað á hann og þá fattaði ég að þetta var sjálfur Meistró Placidó Dómingó sem var næsta kvöld að syngja í óperunni Parsifal sem ég held að Wagner hafi samið aðeins til flutnings í Bayreuth.  Við Dómíngó tókum nú ekki lagið saman þennan sumardag í fyrndinni í Þýskalandi en mér fannst maðurinn mjög alþýðlegur og sjarmerandi.  Og minni og grennri en ég hélt úr sjónvarpi og myndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband