Að giska á

Mikil umræða er núna um starfsheiti og normalíseringum á þeim og litavali á fatnað barna.  Þetta með bleikt fyrir stelpur og blátt fyrir stráka er ekki alheimslögmál heldur staðbundið og ég held að það sé t.d. í Frakklandi þar sem litlar stelpur eru hafðar í bláu en stákarnir í bleiku.  Það er eitt atriði varðandi blessuð börnin sem maður hittir með foreldrum sínum út á götu eða í búðinni og börnin eru á fyrsta og öðru ári  - þar getur verið mjög erfitt sjá það út hvort um stelpu eða strák er að ræða.  Ég hef lent í því að hafa giskað vittlaust á kyn barns og það hefur ekki verið neitt sérstaklega vinsælt hjá foreldrunum. Mér hefur fundist það leitt að móðgja fólk með því að halda að strákurinn þeirra sé stelpa eða öfugt og hef ég enga löngun til þess að valda því hugarangri yfir því að barnið þeirra sé ekki nógu mikið í sitt kyn að það sé ekki hægt að sjá það strax.  Því er ég hokin af reynslu löngu hætt að giska á kyn barna, eins og ég er löngu hætt að giska á aldur fólks.  Ég harðneita að taka þátt í slíku þó að mér sé hart gengið.  Nógu mikið móðga ég fólk vitandi vits og óvart þó ég bæti ekki ekki þvílíku giski við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband