Rjúpa var það heillin

Hringdi norður í foreldrana á laugardagsmorguninn til að kanna hvernig þau hefðu staðið sig í rjúpnaveiðinni á rjúpnaveiðitímabilinu.  Ekki nógu gott sagði mamma sem er fylginautur pabba á sumum rjúpnaveiðiferðum hans.  Pabbi þinn er bara búinn að veiða eina rjúpu -  síðan kom mikil upptalning á hálku og vondu veðri og almennu rjúpuleysi sem hafði hamlað rjúpuveiði fjölskylduföðursins þetta árið.  Það hefur verið lítið um rjúpu í Skagafirðinum þetta árið skilst mér á foreldrum mínum, reyndar lenti mamma í því að reka upp nokkrar rjúpur þegar hún var á sinni daglegu heilsubótargöngu uppí fjall.  En þar má ekki skjóta rjúpur.  Einhvern tímann voru einhverja sögusagnir um það þarna fyrir norðan að tiltekinn rjúpuveiðimaður ætti það til að fara uppí fjallið fyrir ofan Krókinn og reka upp rjúpurnar sem þar kúrðu á friðuðu svæði upp fyrir fjallgirðinguna.  Sagan segir að þá hafi verið brugðið á það ráð að banna líka rjúpuveiðar fyrir ofan fjallgirðinguna.  Pabbi og mamma koma hvergi nærri í þessari sögu, sel hana ekki dýrari en ég keypti en pabbi samdi vísu um aumingja rjúpnaveiðimanninn sem mátti eftir þessar trakteringar bara skjóta rjúpuna ef hún sat á fjallgirðingunni.  Verst að ég á svo erfitt með að muna vísurnar réttar og pabbi tekur mig þvílíkt í bakaríið ef og þegar ég fer vittlaust með vísur að ég er löngu hætt að reyna það.  En við fáum rjúpu í jólamatinn því þau pabbi og mamma fengu til viðbótar rjúpur hjá góðum vini sínum fyrir norðan.  Og líka gæs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband