Veður og veður

Tengdapabbi heitinn dreymdi fyrir veðri.  Draumarnir voru alltaf tengdir heyforða fyrir veturinn, ég er búin að gleyma þessu en mig minnir að það hafi verið þannig að ef hann dreymdi mikið hey væri það fyrir miklum snjó.  Tengdamamma sagði við mig um daginn að Sigurjón hefði dreymt fyrir snjó og snjó fyrir þennan vetur.  Nú hefur ekki verið mikill snjór fyrir norðan það sem af er þessum vetri hingað til og fyrir viku síðan var mjög gott veður fyrir norðan og ágæt færð þó að það hafi verið mikil hálka.  En nú virðist snjórinn sem Sigurjón minn dreymdi fyrir vera mættur á svæðið.  Eins gott að vera ekki á ferðinni þarna fyrir norðan þennan laugardaginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband