Foreldrar og börn

Mér finnst vinnudagur barna hér á landi allt of langur en ástæða þessa langa vinnudags barna er einfaldlega langur vinnudagur foreldra.  Af hverju vinna foreldrar svona lengi?  Það eru í mínum huga tvær ástæður fyrir því, margir þurfa að vinna langan vinnudag til þess að hafa í sig og á.  Hin ástæðan að mínu mati er sú tregða sem er á vinnumarkaði að hafa fólk í hlutastörfum. 

Eftir að sonur okkar kom í heiminn og fæðingarorlofið var uppurið hafði ég áhuga á því að við hjónin gætum minnkað við okkur vinnu helst bæði tvö en að öðrum kosti annað hvort okkar.  Við fórum bæði og ræddum við okkar vinnuveitendur um það hvort þetta væri einhver möguleiki.  Ekki að ræða það var svarið á báðum stöðunum.  Við vorum bæði ráðin í 100% störf og það var ekkert til viðtals að það væri eitthvað hægt að breyta því tímabundið.  Ég varð mjög skúffuð yfir þessari afstöðu hjá þessum tveimur vinnuveitendum en ég veit að þeir eru ekkert einsdæmi hvað þessa afstöðu varðar.

Ég tel að það væri miklu betra fyrir börnin ef foreldrar gætu unnið hlutastarf þannig að annað hvort foreldrið gæti verið komið heim klukkan þrjú hvern dag.  En íslenskt atvinnulíf getur ekki tekist á við slíkan vanda að hafa fólk í hlutastarfi.  Ef þeir Íslendingar sem hafa ung börn á framfæri sína færu að vinna hlutastörf þá fer íslenskt efnahagslíf á hvolf.  Til þess að halda uppi blómlegu atvinnulífi verður því að setja foreldrum stólinn fyrir dyrnar og krefjast þess að þeir skili amk. 100% starfshlutfalli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband