Samstaða og samvinna

Til hamingju með daginn.  Baráttudagur verkalýðsins 1. maí er runninn upp.  Það er hollt á slíkum degi að huga að því hverju samtakamáttur og samvinna getur áorkað.   Mér finnst gildi samvinnu og samráðs oft vera vanmetin í samskiptum launþega og atvinnurekenda.  Oft er einhver ákvörðun pressuð í gegn án nægjanlegs samráðs eða samvinnu við launþega og þá notuð margvísleg rök fyrir ákvörðunum svo sem hina ýmstu vinnutilskipanir og lagabálka.  Oft geta launþegar ekkert annað gert en bitið í það súra epli sem að þeim er rétt.  Slíkt skapar úlfúð og leiðindi sem kemur fram í slæmu vinnuumhverfi.  En hingað til hefur það ekki þótt góð lexía að breyta vinnufyrirkomulagi hjá einhverri starfsstétt með þeim hætti að kjör starfstéttarinnar versni.  Ef breyta verður vinnufyrirkomulagi þá verður að ganga þannig í þau mál að kjörin versni ekki við nýtt og betra fyrirkomulag.  Því þá er viðbúið að launþegi grípi til sinna ráða, saman eða einn og sér.  Samstaða launþega þegar slík staða er komin upp er þá miklu heillavænlegri til árangurs en sundrung.  Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér, gömul sannindi og ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband