Verðbólgan

Verðbólgan mældist 12,3% í maí.  Verðbólgan mældist 11,6% í april.  Mér finnst alltaf góð sagan af bóndanum í Skagafirði sem svaraði svo til einhvern tímann í fyrndinni þegar honum var sagt að það ríkti góðæri í landinu og nefndar prósentutölur því til sönnunar að það þýddi ekkert að fara með einhverjar útreiknaðar meðaltalsprósentur og hlutfallstölur um velsæld landans, því hann væri sjálfur með besta mælikvarðann á því hvort væri góðæri og hagsæld í hans ranni.  Það væri hans eigin pyngja.  Þyngd hennar segði honum allt sem segja þurfi um ástandið.  Því þýddi ekkert að lesa yfir honum útgefnar forsendur sem bentu til góðæris, ef hans eigin pyngja væri létt þá væri ekkert góðæri hjá honum.

Ég fór nefnilega að versla í gær og ég verð svo sannalega vör við hækkun verðlags á matvöru í minni buddu.  Miðað við útgefnar meðaltalsprósentur skellt á matvöruna þá hefur 5000 krónu innkaup í byrjun mars kostað mann kr. 5.615.- í byrjun apríl og kr. 6.266.-  Mér finnst hækkunin vera meira en þetta síðustu mánuði.  Ég fór áður og keypti töluvert inn fyrir um 5000 kall en er núna að greiða 8000 krónur fyrir mjög svipaða matarinnkaup.  Þetta er miklu meiri munur en útreiknaða meðaltasverðbólgan er að gefa.  Einhverstaðar er vittlaust gefið í þessum kapal það er á hreinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband