Góði hirðirinn

Mömmu vantaði aukasjónvarp til að hafa inní herbergi fyrir gesti þá aðallega barnabörn og barnabarnabörn sem fá stundum að koma í heimsókn á Krókinn og dvelja smá tíma í pössun hjá foreldrum mínum.  Þau voru með gamalt sjónvarp sem eitt barnabarnið hafði skilið eftir hjá þeim en það sjónvarp nýttist til tölvuleikjaspila og í myndagláp.  En þetta gamla sjónvarp gafst upp fyrir ekki löngu og um daginn í öllu fótboltahafaríinu þá var mamma að spá í það hve þægilegt það væri að hafa svona auka sjónvarp.  Ekki síst þegar þegar afinn hertekur eina sjónvarpið á heimilinu og harðneitar að gefa blessuðum barnabörnunum það eftir í spólugláp.

Hún nefndi þetta við mig um daginn og ég sagðist stax við hana að ég skildi athuga fyrir hana að kaupa sjónvarp í Góða hirðinum.  Ég hef góða reynslu af því að kaupa þar rafmagnsvörur á góðu verði, kaffivélin mín er þaðan, ég keypti myndbandstæki á 800 krónur þegar gamla okkar varð alveg ónýtt og einnig keypti ég eitt aukasjónvarp fyrir heimilið.  Öll þessi tæki ganga ágætlega ennþá amk.  Ég komst í Góða hirðirinn klukkan hálf eitt í gær og náði að kaupa þar ágætis Panasonic sjónvarpstæki sem lítur allavega sæmilega út.  Sjónvarpið er með viku skilafrest og þar sem það kemst ekki norður í vikunniri viku verð ég að leggja það á mig að prófa hvort það gengur út vikuna án vandræða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband