Mamma og tölvan

Mamma er hörku tölvari. Hún er samt alltaf dálítið hrædd við tölvuna aðallega að hún skemmi eitthvað í henni. Því þarf ég alltaf að kenna henni hlutina í áföngum fyrst þetta svo hitt. Nú er ég að kenna henni að nota usb lykil. Henni líst bara vel á það en er samt dálítið smeik eins og vanalega þegar um eitthvað nýtt tölvutækniundur er að ræða. En það endar alltaf með því að hún nær þessu sú aldraða eins og pabbi kallar hana stundum. Mamma er komin með mikið af myndum inná tölvuna sem ég tel að væri mjög gott fyrir hana að setja inná usb lykil bæði sem vara geymslu og einnig til að spara tölvupláss. En það veitir ekki af að passa uppá myndirnar því pabbi er svoddan skaðræði ef hann kemst í ham í tölvunni þá á hann það til að hreinsa út hitt og þetta og breyta stillingum í tölvunni og ég veit ekki hvað og hvað. Sem þau finna svo ekkert út úr með hvernig á að laga til baka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband