Skyr, ber og rjómi

er tær snilld.  Það eru komin ber, þroskuð aðalbláber í Dalinn væna.  Já ótrúlegt en satt.  Maður þarf samt að hafa dálítið fyrir því að týna fullt eitt kaffibox af þroskuðum aðalbláberjum núna enda ekki kominn ágúst.  En það munar um hvern sólardaginn þarna fyrir norðan og útlítið er svart maður eða kannski ætti maður að segja blátt?  Lítur rosalega vel út með berjasprettuna þarna fyrir norðan þetta árið amk.  Jóhann Hilmir týndi í eitt box í fyrradag sem við borðuðum upp til agna með skyri og rjóma í gærkvöldi eftir að við vorum komin hingað á vesturhorn landsins.  Ekki margt sem slær út aðalbláberjum í mínum huga, held að mér finnist þau vera bara the best of the best of the best sir, ekki annað en það.

Í landinu mínu sá ég líka að ef til vill koma hrútaber hjá okkur en það er í fyrsta sinn sem ég sé það.  Hrútaberjalyngið var ekki í okkar landi fyrstu árin okkar með hólfið í Dalnum en síðustu ár hefur það verið að búa um sig hér og hvar.  Og er núna í fyrsta sinn sem útlit er jafnvel fyrir að því takist að þroska einhver ber.

Hér í Reykjavík er þvílík sól og sæla að ég hef ekki fyrr komist í tæri við annað eins á þessu landshorni.  Læt hér fylgja með eftirmiddagsólarmynd af litla húsinu við Akurhól, Skíðadal, Dalvíkurbyggð.

picture_018.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband