Þakbras

Við komumst að því um daginn að þakið á bílskúrnum lekur.  Bílskúrinn okkar er tvískiptur og eiga systurnar á efri hæðinni annan helming bílskúrsins, þann innri og við Gunnar hinn helminginn, þann ytri.  Á okkar bílskúr eru tveir vegggluggar en á bílskúr systranna eru fjórir þakgluggar.  Og við tvo af þessum fjórum þakgluggum var leki.  Þær óskuðu eftir aðstoð við að meta skaðann og fórum við Gunnar í rannsókn á ástandinu um helgina.  Þakgluggarnir eru gerðir úr báruplasti og var komið gat á einn þeirra, einhver hafði bersýnilega stigið á gluggann.  Hjá hinum glugganum var ekki neitt sérstakt hægt að sjá nema að þar er leki.

Það var tekin sú ákvörðun um helgina að athuga hvort við sjálf gætum ekki reynt að gera við þessa þakglugga.  Við fórum síðan í fyrradag hjónin af stað og fjárfestum í 3ja metra langri báruplastplötu í Húsasmiðjunni.  Við vorum ekki alveg viss hvernig best væir að ná henni í sundur í þrjá búta en í gær þá réðumst við á plötuna með sög að vopni og okkur tókst með smá brasi að saga plötuna í sundur.  Síðan fóru þeir feðgar uppá bílskúrsþakið og náðu að taka tvö glugga frá og setja nýju báruplastplöturnar þar í staðinn.  Það var töluvert bras en tókst á endanum.  En þá sáum við að það hafði verið kíttað alveg meðfram plötunum áður en þær voru festar.  Þannig að ekki var hægt að festa niður plöturnar í gær þar sem ekkert kítt var til á staðnum.  Þetta er svona ekta iðnaðarmannabras hjá okkur þar sem sífellt þarf að fara út í búð og kaupa eitt og annað sem þarf til framkvæmda.  En framkvæmdum verður haldið áfram í dag eftir að búið verður að fjárfesta í einhverskonar kítti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband