Menningarnótt

Við vorum að rifja það upp við hjónin hvenær við tókum fyrst þátt í menningarnótt.  Gunnari telst svo til að það hafi verið árið 1996.  Ég held örugglega að fyrsta menningarnótt í Reykjavík hafi verið árið 1995.  Þá var Jóhann Hilmir á fyrsta ári og við tókum það árið ekki þátt í einu né neinu og ég held að við höfum ekki verið í bænum en er ekki viss.  Allavega höfum við verið mjög dugleg við að nýta okkur þennan skemmtilega dag sem menningarnæturdagurinn er allt frá því við byrjuðum þarna á annari menningarnóttinni semsagt.

Þetta fyrsta sinn okkar á menningarnótt voru hjá okkur þýskir vinir Gunnars, Kristjana og Bernt.  Gunnar og Kristjana hafa verið pennavinir síðan þau voru 18 ára.  Við Gunnar höfum farið í heimsókn til þeirra til Munchen og þarna voru þau semsagt í heimsókn hjá okkur.  Ég man eftir því að það var grenjandi rigning þessa menningarnótt og við drusluðum þeim niðrí bæ um klukkan átta um kvöldið með Jóhann í kerru og Elínborgu Huldu í eftirdragi.  Mig minnir að þeim hafi fundist þetta hálf skrítin uppákoma hjá okkur og svona yfirleitt en ég lét mig ekki og við skoðuðum eitt og annað í bænum sem mér leist vel á.  Svo drifum við okkur heim hundblaut og köld en bara ánægð.  Þegar heim var komið og við sest inní stofu þá heyrðum við allt í einu drunur og dynki.  Það var flugeldasýningin sem var þá frá Tjörninni.  Menningarnæturstjórinn ég hafði ekkert kveikt á þessari fugeldasýningu!  Við drifum okkur út og horfðum á sýninguna út á blett.  Síðan hef ég ekki klikkað á þessu atriði á menningarnótt svo það sé alveg á hreinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband