Af hverju er þessi hundur ekki í bandi

veistu ekki að lausaganga hunda er bönnuð í Reykjavík- þetta kallaði ég á ungan mann sem gékk hér framhjá húsinu í gær.  Ég var að fara hér úr húsi þegar inn í innkeyrsluna mína kemur stærðar hundur.  Hann hljóp að bílnum mínum og fór eitthvað að hnusa að honum og lyfta öðrum afturfæti.  Ég varð hin versta í skapinu að sjá þennan hundræfil og athafnir hans og ætlaði að reka hann í burtu þegar ungi maðurinn með barnakerruna kom gangandi fyrir hornið og kallaði til hundsins.  Hann var bersýnilega að tölta með barnið á leikskólann og hundurinn fékk að skokka með morgunskokkið sitt frjáls og óbundinn og gat gert hvert sitt stykki hvar sem hundinum sýndist.  Ungi maðurinn leit á mig eins og ég væri brjáluð kerling í Vesturbænum og fannst ég ekki vera þess virði að yrða á mig einu orði né svara fyrirspurn minni. 

Mér finnst alveg óþolandi þegar fólk sýnir hvorki vilja né löngun til að fara eftir settum reglum.  Við búum hér í Reykjavík í borgarumhverfi.  Það er ekkert hægt að líða það að hundar gangi hér lausir um.  Hafi fólk virkilega þörf fyrir það að halda hunda hér innan borgarmarkanna þá verður það fólk að virða þær reglur sem settar eru.  Og þær eru þannig að lausaganga hunda er bönnuð.  Punktur. Ég vildi óska að ég hefði nennt að kalla á lögregluna að handtaka þennan hund sem hér um ræðir.  Geri það á mánudaginn ef hundurinn kemur aftur til að gera sín stykki hér í mína innkeyrslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband