Ein milljón eða tvær

Í gær voru menn í kringum mig að spá í eignir sínar í bönkunum og hvort þær væru tryggðar ef bankarnir færu nú flatt og yrðu hreinlega gjaldþrota.  Ég hélt að 1,7 milljónir króna innistæður í banka væru tryggðar af einhverjum tryggingarsjóði en var þó ekki viss.  Las síðan í gærkvöldi að um er að ræða um 2,5 milljónir króna.  Í þeirri grein var síðan þessi gullvæga setning - fólk sem á meira en þessa upphæð í banka á bara að dreifa upphæðunum milli bankanna.

Ég er ekki mikið með nefið ofaní hvers manns koppi né buddu en það er einn fullorðinn einstaklingur sem ég veit fyrir vissu að á meira en 2,5 milljónir króna á bankabók.  Umræddur einstaklingur er orðinn 82 ára gamall.  Mér er það mjög til efs að hann hafi fylgst með umræðum um hugsanleg gjaldþrot bankanna né að hann eigi bara að dreifa milljónunum sínum á milli bankanna til að vera öruggur um það að tapa öllu sparifénu nema títtnefndum 2,5 milljónum.  Ég þarf að drífa mig í að hringja í viðkomandi einstakling og útskýra fyrir honum að nú skuli hann bara drífa sig í að dreifa sparifénu sem víðast í bankana til að tryggja öryggi sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband