Lögreglutölfræði

Ég las núna í morgun frásögn ungrar konu sem varð vitni að áras manns á vinkonu hennar í miðbænum.  Vinkonurnar höfðu samband við lögregluna þar sem þær lýstu árásarmanninum og árásinni.  Daginn eftir höfðu þær síðan aftur samband við lögregluna til að grennslast fyrir um það hvernig gengi með málið og hvort búið væri að handtaka manninn.  Þá var ekkert slíkt mál á skrá lögreglunnar og enginn kannaðist við nokkurn hlut.

Það hefur verið ýjað að því að innbrot og ýmis afbrot gegn fólki sé að aukast hér í Reykjavík.  Haldinn var m.a. fundur í Seljahverfi þar sem íbúar lýstu yfir áhyggjum sínum af fjölda innbrota i hús í hverfinu m.a. yfir hábjartan daginn meðan fólk sinnir sinni vinnu eða bara rétt bregður sér af bæ.  Lögreglan var þar til svara og hélt því fram að innbrot í hverfinu hefðu ekkert aukist.  Þetta væri allt bara á svipuðum nótum og áður hefði verið.  Svipuð svör hafa fengist varðandi önnur afbrot, jafnvel þótt mönnum hafi fundist að hér sé um töluverða aukningu að ræða frá því áður var.  En ef lögreglan er ekkert að skrá tilkynningar um innbrot og árásir þá er ekkert sérkennilegt við það að menn þar á bæ verði ekki varir við aukningu afbrota frá því sem áður var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband