Svartur mánudagur - heimsóknarvinahugleiðing

Heimsóknarvinur síðunnar sendi inn hugleiðingu vegna atburða dagsins:

Svartur mánudagur - mottó:

Það saxast á mannasiðina

sæmdin liggur í valnum.

Það hallast á ógæfuhliðina

og harðnar á vandræðadalnum.

-----------------------------------

Dæmalaust er hann Davíð ennþá kartinn

dregur upp úr pyttinum stórgróðaliðið.

Það hlær í manni anskotans kvikindisartin,

enda er Glitnir kominn á rassgatið - ið

 

Mikil er þó lukka lýðfrjálsra þjóða,

líflína til sem kemur í veg fyrir hrapið,

einkavæða ágirnd og milljónagróða.

Eftir hrunið síðan að þjóðnýta tapið.

 

Um snilldina tæra við sjáum víða merkin

vesalingarnir týna upp lambaspörðin.

Ráðgóðum verða notadrjúg næturverkin,

nú má rifja upp heilræðið - öxin og jörðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband