Totus tuus - Górecki
8.9.2007 | 09:59
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pavarotti allur
7.9.2007 | 09:14
Þá er Pavarotti allur. Ég hitti hann aldrei blessaðan frekar en hún Diddú okkar sem hefur sungið með hinum tveimur tenórunum úr fræga tenóró-tríóinu.
Hins vegar er ég svo fræg að hafa hitt Dómíngó sjálfan live. Það var þannig að árið 1992 fórum við í heimsókn til kunningja okkar til Bayreuth í Þýskalandi. Keith Reed var þá að syngja í óperukórnum í óperuhúsinu í Bayreuth og smyglaði okkur inn í húsið á barnapössum sem börnin hans voru með. Mikið ævintýri. Þarna spásseruðum við um á meðal starfsmanna óperunnar, og fræga fólksins sem við þekktum ekkert og Keith varð að benda okkur sérstaklega á. Við smygluðum okkur inná upphitun hjá óperukórnum, sem var kominn í búning en kórinn er það allra flottasta hljóðfæri sem ég hef heyrt í, ég sat dolfallin í klukku allan upphitunina.
Allavega þar sem ég er þarna backstage þá geng ég í flasið á manni sem mér fannst ég eitthvað kannast við - og brosti til hans náttúrulega sem sönnum Íslendingi ekki ætlaði ég að móðga manninn skyldi þetta vera hann Jón á Leiru eða Siggi á Bakka. Maðurinn brosti til baka og spjallaði aðeins við dóttur mína sem var þarna með mér. Síðan er kallað á hann og þá fattaði ég að þetta var sjálfur Meistró Placidó Dómingó sem var næsta kvöld að syngja í óperunni Parsifal sem ég held að Wagner hafi samið aðeins til flutnings í Bayreuth. Við Dómíngó tókum nú ekki lagið saman þennan sumardag í fyrndinni í Þýskalandi en mér fannst maðurinn mjög alþýðlegur og sjarmerandi. Og minni og grennri en ég hélt úr sjónvarpi og myndum.
Tónlist | Breytt 30.12.2007 kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ber ber ber - skagfirsk aðalbláber
25.8.2007 | 08:37
Ég fékk aðalbláber úr Laxárdalnum í Skagafirði í gær. Pabbi og mamma týndu þau í sólskini um daginn. Samkvæmt Svönu frænku þá eru ber sem týnd eru í sólskini sætari og betri en ber týnd í rigningu eða skýjuðu veðri. Svana frænka veit sínu viti varðandi mat og hún er fjölfróð um allt sem viðkemur berjum. Bestu berin í heimi samkvæmt hennar bókum eru úr Þingeyjarsýslum. Berin frá pabba og mömmu týnd í sólskini í Laxárdal í Skagafirði eru með því besta sem ég hef fengið. Við borðuðum berin eins og sælgæti beint með engum sykri né rjóma. Þetta var örugglega einn lítri sem þau komu með og hann var kláraður snarasta í gær. Og þar sem eru svo mikil andoxunarefni í berjunum sem eru svo góð fyrir frumurnar í manni, sbr. sér færslu mína áður, þá finn ég núna í morgunsárið hvað mér líður vel í skrokknum. Ég hef ekki rætt sérstaklega við stofnfrumuna mína eins og konan sem kom fram í sjónvarpinu í vetur, hef ekki reynt það reyndar, en ég núna finn ég bara hvað frumurnar mínar allar saman eru sprækar af þessu yndislega aðalbláberjaáti mínu í gær.
Besta sælgæti í heiminum - íslensk aðalbláber týnd í sólskini.
Ég og mínir | Breytt 30.12.2007 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að hafa vit fyrir fólki
17.8.2007 | 08:57
Í umræðunni | Breytt 30.12.2007 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bankar rukka börn um FIT-kostnað
8.8.2007 | 08:37
Stjórnmál | Breytt 30.12.2007 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bankarnir
29.7.2007 | 08:59
Ég tók eftir því í viðtali um daginn við forstjóra Kaupþings banka að þegar hann var spurður um það hvort ekki væri svigrúm til að lækka vextina hér á Íslandi að hann svaraði því ekki en sagði að bankinn ætlaði að borga meira í skatta.
Stjórnmál | Breytt 30.12.2007 kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþingismennirnir mínir
24.7.2007 | 09:52
Lýst er eftir alþingismönnunum mínum. Þeir eru:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Geir H. Haarde
Illugi Gunnarsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Jón Magnússon
Nokkuð varð vart við þá í vor en eftir að þingi var frestað þann 13. júní sl. hefur lítið orðið vart við þá í kjördæminu. Á vef Alþingis er þennan boðskap að finna:
ALÞINGI (134. löggjafarþingi) HEFUR VERIÐ FRESTAÐ FRÁ 13. JÚNÍ TIL SEPTEMBERLOKA.
Alþingi, 134. löggjafarþing, kom saman til fundar fimmtudaginn 31. maí 2007. Þinginu var frestað 13. júní. Þingfundir urðu tíu og stóðu í 41 klst.
Stjórnmál | Breytt 30.12.2007 kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt fyrir ástina
23.7.2007 | 10:25
Allt fyrir ástina syngur Páll Óskar alltaf jafn bjartsýnn. Palli söng einu sinni með Kvennakór Reykjavíkur svokallað léttprógramm sem við vorum með í Austurbæjarbíó. Palli söng nokkur lög einn og síðan önnur með kórnum. Það var mjög gaman að vinna með Páli Óskari, hann er mjög góður skemmtikraftur að mínu mati. Tónleikarnir byrjuðu með þessu lagi Palli og hljómsveitin voru uppá sviðinu og kórinn kom inn meðan lagið var flutt. Palli alveg brilleraði í þessu lagi og átti síðan aðra mjög góða spretti á tónleikunum. Við fórum síðan með þessa tónleika til Vestmannaeyja og vorum með eina tónleika þar sem tókust mjög vel. Daginn eftir var Evróvision dagurinn þannig að Páll Óskar fór beint heim á Hótel eftir tónleikana til að hlaða batteríin fyrir sitt bráðum heimsfræga Nasa evróvision partý. Ekkert eftirtónleikaskrall hjá Palla sem var synd, ég hefði svo sannalega viljað skemmta mér með honum í Vestmannaeyjum en það var ekki á allt kosið, tímasetningin var svona. Allt fyrir ástina.
Tónlist | Breytt 30.12.2007 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland er landið
19.7.2007 | 08:54
Ég og mínir | Breytt 30.12.2007 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sveppavíma og matarverð
14.7.2007 | 09:45
Í umræðunni | Breytt 30.12.2007 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)