Doris Lessing og Nóbelsverðlaunin

Mér finnst Doris Lessing ágætur rithöfundur  og var nokkuð dugleg að lesa hana á árum áður.  Ég las hana alltaf á ensku, heyrði reyndar í fréttunum áðan að eitthvað hefur verið þýtt af bókum hennar á íslensku.  Hún hefur mjög sérstakan húmor hún Doris Lessing og hefur til dæmis ekki verið of hrifin af því ef henni þegar hún hefur verið skipuð í flokk hingað og þangað.  Dálítið svona ég á mig sjálf kona.  Það var mjög gaman að sjá hana í sjónvarpinu áðan að tala við fjölmiðlafólk um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2007. Dálítið fyndið að hún sé einn elsti verðlaunahafi Nóbelsverðlaunasögunnar.  Enda sagði hún að það væri að öllum líkindum ástæðan fyrir því að hún hefði hlotið hnossið í þetta sinn.  Dómnefndin hefði haft fyrir framan sig nöfn nokkurra kandídata fyrir verðlaunin og hún orðið fyrir valinu vegna þess að hún gæti hrokkið uppaf áður en næstu Nóbelsverðlaun verða veitt.  Doris virðist sæmilega spræk til heilsunnar að sjá og ljóst er að toppstykkið hjá henni er enn í góðu lagi.  Til hamingju með Nóbelinn Doris.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband