Hvað er málið

Hvað er málið með okkur Íslendinga og menn sem fara um með ofbeldi.  Ég er ekki alveg að átta mig á því.  Er það málið að fórnarlömb ofbeldis verða að kæra sjálf til þess að eitthvað sé gert í málinu?  Mér skylst að ekki sé hægt að gera neitt hér á landi gagnvart misyndismönnum frá öðrum löndum fyrr en lögregla í heimalandi þeirra sendi hingað til lands handtökuskipun eða einhverja skipun.  Hvernig á útlenska lögreglan að vita að maðurinn sem þeir eru að leita að sé staddur hér á Íslandi?  Ég fæ engan botn í það eftir umfjöllun síðustu daga.

Ég sem hélt að hægt væri að kæra fólk sem færi um með ofbeldi og væri með blóðug verkfæri í bílunum hjá sér eftir slíkar ofbeldisheimsóknir.  Það er semsagt miskilningur hjá mér.  Ég skil umfjöllun síðustu daga í fjölmiðlum með þeim hætt að til þess að hægt sé að taka slíka menn úr umferð og kæra fyrir lögbrot þá verði fórnarlömbin sjálf að kæra.  Í gær kom ræðismaður Póllands sem ég held að sé staðsettur í Noregi og sagði að pólverjar væru ekki nægilega hræddir við íslensku lögregluna.  Hann vildi að íslenska lögreglan færi í skóla til Póllands til þess að læra af pólsku lögreglunni.  Ég veit ekki hvað það ætti að bjarga málum fyrst ekki virðist hægt að kæra mennina sem eru með ofbeldi og læsa þá bak við lás og slá og senda þá síðan heim til sín.  Það virðist ekki vera hægt í dag nema til komi beiðni um slíkt frá heimalandi þeirra.  Miðað við minn skilning á umfjöllun síðustu daga um erlenda misyndismenn á Íslandi þá er það málið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband