Byggingavöruverslanir

eru skemmtilegar búðir að mínu mati.  Nú er 40% afsláttur af öllum vörum í BYKO vesturíbæ.  Ég frétti af þessari útsölu í vinnunni í gær og dreif mig á staðinn á leiðinni heim úr vinnu.  Eftir að ég kom heim með bílinn dreif bóndinn sig síðan á sömu útsölu.  Og nú standa eftirfarandi hlutir keyptir með 40% afslætti á stofuborðinu:  Hamar, lugt, lampaolía, 2 málningarúllur 4 málningapenslar, 2 sett af vinnuhönskum, kuldahanskar, brassó, gólfbón, dims til að setja undir stóla svo þeir rispi ekki parketið, fatahreinsirúllur, kíttisspaði, tveir strigapokar sem eiga að þola 50 kíló, vasahnífur og einn poki af vatnskristölum.  Vatnskristallar eru þarfaþing sem ég set blanda saman við moldina sem ég set í útiblómapottana mína svo blómin mín þrífist nú vel á sumrin þótt heimafólkið sé ekki alltaf til taks við vörkvun.  Sum sé margt og mikið hægt að kaupa í byggingavöruverslununum.  Allt dótið kostaði um sex þúsund krónur.  Keypti reyndar þrusugóðan hamar sem var dýr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband