Krummi krunkar úti

hér upp í ţakrennu utan í húsinu mínu međ mjög sérkennilegum hljóđum og athöfnum.  Meira hvađ krumminn er stór svona í nágvígi.  Hann er í mjög skrítnu skapi ţessi Reykjavíkurhrafn og hagar sér einkennilega.  Situr uppí ţakrennunni sem er allt of lítil fyrir hann og er eitthvađ ađ gogga í ţakiđ og krunkar og krunkar međ rámri hrafnsrödd.  Gunnar segir ađ ţetta sé einhver ungkrummi sem sé ađ gera hosur sínar grćnar fyrir kvenfugli sem ég hef ekki séđ ennţá.  Ţar kom skýringin á ţessum sérkennilegheitum öllum saman mér var svona hálft í hvoru ekki alveg fariđ ađ standa á sama um ţennan furđufugl. 

Furđulegir fuglar hrafnar og svo hafa ţeir gaman af ţví ađ stríđa hundum.  Hef oft séđ ţađ í sveitinni og finnst ţađ reyndar alveg óborganlega fyndiđ.   Ađ sjá virđulegustu sveitahunda sem eru vel skikkađir og alađir og ađ ţví manni finnst bara sćmilega vel gefnir af hundum ađ vera láta krumma gabba sig til ađ elta sig geltandi niđur eftir öllum túnum eins og asna trekk í trekk í vonlausum eltingarleik viđ fuglinn fljúgandi er betri sekmmtun en góđ Chaplin rćma.  

Mér fannst ekkert skemmtilegt ađ horfa á fréttirnar í gćrkvöldi verđ ađ játa ađ ég varđ hálf skelkuđ ađ sjá alla ţessa reiđi sem fólkiđ sleppti lausu í gćr.  Ćtla ađ vona ađ menn finni nýjar ađferđir viđ ađ koma bođskap sínum og mótmćlum á framfćri.  

En sumariđ er komiđ - gleđilegt sumar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband