Íslenski fáninn

var hér dreginn að hún í gær að tilefni dagsins.  Mér finnst íslenski fáninn mjög fallegur og vildi óska að fleiri flögguðu.  Ég veit að mjög margir eru með fánastöng við sumarbústaðinn sinn og flagga fánanum þar og það finnst mér flott.  En mér finnst vanta fleiri fánastangir í garðana í þéttbýlinu.   Við Gunnar vorum í brasi í fyrsta sinn sem við stóðum að því ein og sér að flagga, höfðum ekki fundið þessa fínu síðu þar sem farið er í gegnum aðferðina.  Hún er svo sem ekki flókin en við vorum ekki alveg með þetta á hreinu en vorum svo heppin að nágranni okkar hann Geir sá til okkar hjónanna og bjargaði málum.   

Danir eru mjög duglegir að nota fánann sinn, Dannebrog, og flagga honum allstaðar sem þeim dettur í hug og nota fánalitina, hvítt og rautt óspart við hin og þessi tækifæri.  Danir eru nefnilega alls ekkert kærulausir og ,,ligeglad" eins og svo margir Íslendingar halda fram að þeir séu.  Danir eru mjög passasamir um ýmsa hluti sem skipta miklu máli í sambandi við samkennd og svona ákveðna góða tegund af þjóðarstolti.  Það þarf ekkert að vera rembingur þótt maður vilji hag sinnar þjóðar sem bestan og haldi upp merki þjóðarinnar.  Ég held líka að ef við erum einlæg í okkar samhug og þjóðarstolti sé engin hætta á því að þjóðin tapist þó komi til aukinnar samvinnu við önnur lönd Evrópu.

Þakhrafninn minn sem hefur fengið nafnið Krúnkarinn er mættur á svæðið.  Hann virðist ekki hafa fundið kvenhrafninn ennþá.  Hann er hér fyrir utan gluggann hjá mér núna með sínum furðuhljóðum.  Ætla rétt að vona að einhver krummadís fari að gera vart við sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband