Ósáttar hjúkkur

Hitti nokkar hjúkkuvinkonur mínar og fékk beint í æð þeirra útlistun á uppsögnum hjá hjúkkum og almennt um ástandið á spítölunum.  Ekki góð yfirhalning það.  Alltaf verið að spara og spara og færa saman deildir um helgar til að spara.  Þegar síðan upp er staðið þá verður ekki neinn sparnaður af öllum þessum tilfæringum aðeins erfiðleikar og þá sérstaklega fyrir sjúklingana.  Síðan segir ein þeira:  Svo koma út tekjublöðin og þar sér maður svart á hvítu hvað hinir og þessir aðilar sem maður er að vinna með hafa í tekjur.  Uppgefnar útreiknaðar tekjur þessara aðila í tekjublöðunum eru í allt öðru veldi en það sem hjúkrunarfræðingarnir bera úr býtum eftir árið.

Ein þeirra sagði að nýútskrifaður sonur sinn væri byrjaður að vinna í banka og þar væri launaleynd en hann hefði þó getað sagt henni að hann væri með tölvert hærra fastakaup en móðirin sem er með margra áratuga starfsreynslu við vinnu á sjúkrahúsum og framhaldsnám í hjúkrun að baki. 

Það er bersýnlega mikill vandi á höndum innan heilbrigðiskerfisins svo mikið er víst.  Þar takast á stálin stinn og ekkert gefið eftir.  Alltaf á að spara og spara en samt á þjónustan að vera fyrsta flokks.  Spurning hvort vandinn er ekki stærri en svo að lausn hans felist í því að berja á hjúkrunarfræðingunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband