Vegbúi
9.8.2008 | 21:11
Ég og við höfum verið miklir vegbúar þessu síðustu tíma. Höfum brunað fram og tilbaka um landið þvers og kruss, lengst farið suður að Skógum og austur í Borgarfjörð eystra. Annars keyrt mest norður og suður aftur og aftur eins og gengur hjá okkur.
Vorum að koma suður í dag eftir stuttann skrepp á Krók þar sem foreldrarnir komu úr berjamó með 8 lítra af svörtum aðalbláberjum. Mikil berjaspretta í Skagafirðinum. Fórum síðan áfram í Dalinn væna og týndum þar einnig ber en ég held að berjasprettan þar sé ekki alveg komin eins langt og í Skagafirði. Það var kaldara vorið held ég og snjórinn lengur í dalnum. En það er alveg hægt að týna og við komum heim með þrjá til fjóra lítra.
Við kíktum aðeins á Fiskidaginn mikla niðrá Dalvík í dag áður en við brunuðum hingað suður. Á Dalvík var múgur og margmenni og mikið um að vera, þetta er annað sinn sem við förum á Fiskidaginn og það virðist alltaf vera sól og fallegt veður á þessum degi. Uppá sviði var nýr kvennakór hjá þeim á Dalvík ég man því miður ekki nafnið á kórnum en þær sungu nokkur lög og mér leist bara bærilega á þær. Fyrsta lagið þeirra var Vegbúinn eftir K.K.
Flokkur: Í umræðunni | Breytt 10.8.2008 kl. 08:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.