Kaffivélin mín

er komin úr viðgerð.  Þetta er alveg einstök expressó kaffivél sem ég fékk líka í fertugsafmælisgjöf eins og hústjaldið mitt góða.  Það er eitthvað sigti í kaffivélinni sem stíflast og þá kemur ekkert vatn kaffimeginn.  Ég get ekki hreinsað eða lagað þetta sigti sjálf heldur verð að fara með vélina í viðgerð.  Þetta er annað sinn á ferlinum sem sigtið stíflast en núna var kaffivélin smá tíma í viðgerðinni og kom það til sumarfrí hjá mér með ferðalögum og fjarveru frá höfuðborgarsvæðinu.

Ég hef saknað kaffivélarinnar minnar þessar vikur sem hún var ekki hér til staðar.  Mér finnst nú samt eitthvað dálítið dekadent að vera að sakna kaffivélar, mikið lúxusvandamál þar á ferð.  En ég er með aldrinum farin að hafa miklu ákveðnari smekk fyrir kaffi.  Ég hef líka minnkað kaffidrykkjuna mikið og þar sem kaffikvótinn hefur verið minnkaður þá vil ég bara nota þann litla kvóta til að drekka almennilegt gott kaffi.  Sem er hreinlega einna best úr kaffivélinni minni verður að játast.  Og þar með ætla ég að fá mér annan bolla af Cappochino kaffi svona snemma morguns í tilefni af því að 12 ára kaffivélin er komin heim úr viðgerð eldspræk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband