Carmina Burana

Ţá er komiđ ađ ţví.  Annađ kvöld í Grafavogskirkju klukkan 20:00 flytur kórinn Vox academica ásamt sveitinni Jón Leifs Camerata, Ţóru Einarsdóttur sópran, Alex Answorth baritón og Ţorgeiri Andréssyni tenór verkiđ Carmina Burana eftir Carl Orff. Og einig er međ unglingakór Grafarvogskirkju, má ekki gleyma ţví.   Ég mćli međ ţví ađ ţeir sem hafa áhuga á góđri tónlist drífi sig á tónleikana annađ kvöld. Set hér inn kynningu frá kórfélaga vegna tónleikanna:

Ţegar á harđbakkann slćr í samfélaginu er fátt hollara en ađ koma saman eina kvöldstund og hlýđa á tónlist og ţađ má reyndar segja ađ Carmina Burana eftir Carl Orff eigi óvenju ríkt erindi til okkar á krepputímum. Ţetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sćkir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miđaldahefđar og í ţessum bćversku ljóđum er sungiđ um hverflyndi gćfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög ţeirra sem hreykja sér of hátt og smćđ mannsins frammi fyrir almćttinu. En kvćđin fjalla líka um ţau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unađ ástarinnar og margbreytilegt eđli mannsins.

Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnţrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fćr sem fyrr til liđs viđ sig einvalaliđ úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls 55 frábćra hljóđfćraleikara.    Ţóra Einarsdóttir sópran, Alex Answorth baritón og Ţorgeir Andrésson tenór munu túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka ţátt í flutningnum.

Kórinn Vox academica er löngu orđinn íslenskum tónlistarunnendum ađ góđu kunnur fyrir vandađan flutning á stórum kórverkum og er skemmst ađ minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sl. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn viđ Tónskóla ţjóđkirkjunnar. Tónleikarnir verđa í Grafarvogskirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband