Laugardagur til lukku

Mikið um að vera hjá mér í gær.  Fór fyrst á æfingu með hljómsveit og einsöngvurum klukkan hálf tíu um morguninn upp í Grafarvogskirkju sem lauk klukkan eitt.  Þá átti að raða stólum og ýmislegt fleira en Þóru Einarsdóttur, sóprandívunni okkar í verkinu vantaði far niðrí bæ þannig að ég bauðst til að skutla henni.  Þar sem við erum að keyra yfir Gullinbrú þá leist mér bara ekkert á blikuna.  Ég varð algjörlega blinduð af sól og sá varla nokkurn skapaðan hlut.  Ég var dauðhrædd um að keyra út í skurð eða að einhver myndi keyra aftaná mig.  Enda voru þarna einhverjir bílar sem lentu í ákeyrslu við fyrstu ljósin.  Ég kom Þóru heim til hennar án nokkura vandkvæðna og létti við - eins gott því þarna var nú ekkert neitt lítið mikilvægur farþegi með í för!

Svo komu tónleikarnir um kvöldið, troðfull kirkja og stemning.  Flutningurinn gékk mjög vel, auðvitað finnst mér kórinn Vox academica mjög flottur og stjórnandinn hann Hákon frábær, einsöngvararnir flottir en mesta upplifunin hjá mér á tónleikunum sem flytjanda var hvað hljómsveitin var æðisleg  og vann frábærlega með okkur á tónleikunum.  Við eigum margt rosalega flinkt tónlistarfólk. 

Það verður að játast að það varð toppur að syngja O Fortuna í síðara skiptið því þá söng maður og bara allur kórinn á útopnu.  Ég hafði ekki átt von á þessu mómenti einhvern veginn sem kom svo þarna á tónleikunum.  Enda erum við þarna búin að flytja verkið og því þarf maður ekkert að eiga inni orku fyrir rest eða þannig.  Getur bara notað þá orku sem maður vill láta fara.   Algjörlega frábært móment fyrir mig amk.   En jafnvel þótt allur flutningur hafi verið góður þá er það eins og Hákon Leifsson sagði eftir tónleikana verkið, Carmina Burana sem er best of the best og í aðalhlutverki, það er virkilega skemmtilegt og ég var alltaf að finna eitthvað nýtt og nýtt í því.

Það er eitthvað sérstakt kikk í því að syngja á tónleikum fyrir áheyrendur.  Að taka þátt í flutningi á góðu verki með stórri hljómsveit, kór og einsöngvurum fyrir fulla kirkju af áheyrendum er bara æðislegt.  Og við þá sem komu á tónleikana í gærkvöldi vil ég bara segja eitt - Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband