Laugardagur til lukku

Mikiđ um ađ vera hjá mér í gćr.  Fór fyrst á ćfingu međ hljómsveit og einsöngvurum klukkan hálf tíu um morguninn upp í Grafarvogskirkju sem lauk klukkan eitt.  Ţá átti ađ rađa stólum og ýmislegt fleira en Ţóru Einarsdóttur, sóprandívunni okkar í verkinu vantađi far niđrí bć ţannig ađ ég bauđst til ađ skutla henni.  Ţar sem viđ erum ađ keyra yfir Gullinbrú ţá leist mér bara ekkert á blikuna.  Ég varđ algjörlega blinduđ af sól og sá varla nokkurn skapađan hlut.  Ég var dauđhrćdd um ađ keyra út í skurđ eđa ađ einhver myndi keyra aftaná mig.  Enda voru ţarna einhverjir bílar sem lentu í ákeyrslu viđ fyrstu ljósin.  Ég kom Ţóru heim til hennar án nokkura vandkvćđna og létti viđ - eins gott ţví ţarna var nú ekkert neitt lítiđ mikilvćgur farţegi međ í för!

Svo komu tónleikarnir um kvöldiđ, trođfull kirkja og stemning.  Flutningurinn gékk mjög vel, auđvitađ finnst mér kórinn Vox academica mjög flottur og stjórnandinn hann Hákon frábćr, einsöngvararnir flottir en mesta upplifunin hjá mér á tónleikunum sem flytjanda var hvađ hljómsveitin var ćđisleg  og vann frábćrlega međ okkur á tónleikunum.  Viđ eigum margt rosalega flinkt tónlistarfólk. 

Ţađ verđur ađ játast ađ ţađ varđ toppur ađ syngja O Fortuna í síđara skiptiđ ţví ţá söng mađur og bara allur kórinn á útopnu.  Ég hafđi ekki átt von á ţessu mómenti einhvern veginn sem kom svo ţarna á tónleikunum.  Enda erum viđ ţarna búin ađ flytja verkiđ og ţví ţarf mađur ekkert ađ eiga inni orku fyrir rest eđa ţannig.  Getur bara notađ ţá orku sem mađur vill láta fara.   Algjörlega frábćrt móment fyrir mig amk.   En jafnvel ţótt allur flutningur hafi veriđ góđur ţá er ţađ eins og Hákon Leifsson sagđi eftir tónleikana verkiđ, Carmina Burana sem er best of the best og í ađalhlutverki, ţađ er virkilega skemmtilegt og ég var alltaf ađ finna eitthvađ nýtt og nýtt í ţví.

Ţađ er eitthvađ sérstakt kikk í ţví ađ syngja á tónleikum fyrir áheyrendur.  Ađ taka ţátt í flutningi á góđu verki međ stórri hljómsveit, kór og einsöngvurum fyrir fulla kirkju af áheyrendum er bara ćđislegt.  Og viđ ţá sem komu á tónleikana í gćrkvöldi vil ég bara segja eitt - Takk fyrir mig.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband