Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008
Laugardagur til lukku
23.11.2008 | 11:26
Mikiđ um ađ vera hjá mér í gćr. Fór fyrst á ćfingu međ hljómsveit og einsöngvurum klukkan hálf tíu um morguninn upp í Grafarvogskirkju sem lauk klukkan eitt. Ţá átti ađ rađa stólum og ýmislegt fleira en Ţóru Einarsdóttur, sóprandívunni okkar í verkinu vantađi far niđrí bć ţannig ađ ég bauđst til ađ skutla henni. Ţar sem viđ erum ađ keyra yfir Gullinbrú ţá leist mér bara ekkert á blikuna. Ég varđ algjörlega blinduđ af sól og sá varla nokkurn skapađan hlut. Ég var dauđhrćdd um ađ keyra út í skurđ eđa ađ einhver myndi keyra aftaná mig. Enda voru ţarna einhverjir bílar sem lentu í ákeyrslu viđ fyrstu ljósin. Ég kom Ţóru heim til hennar án nokkura vandkvćđna og létti viđ - eins gott ţví ţarna var nú ekkert neitt lítiđ mikilvćgur farţegi međ í för!
Svo komu tónleikarnir um kvöldiđ, trođfull kirkja og stemning. Flutningurinn gékk mjög vel, auđvitađ finnst mér kórinn Vox academica mjög flottur og stjórnandinn hann Hákon frábćr, einsöngvararnir flottir en mesta upplifunin hjá mér á tónleikunum sem flytjanda var hvađ hljómsveitin var ćđisleg og vann frábćrlega međ okkur á tónleikunum. Viđ eigum margt rosalega flinkt tónlistarfólk.
Ţađ verđur ađ játast ađ ţađ varđ toppur ađ syngja O Fortuna í síđara skiptiđ ţví ţá söng mađur og bara allur kórinn á útopnu. Ég hafđi ekki átt von á ţessu mómenti einhvern veginn sem kom svo ţarna á tónleikunum. Enda erum viđ ţarna búin ađ flytja verkiđ og ţví ţarf mađur ekkert ađ eiga inni orku fyrir rest eđa ţannig. Getur bara notađ ţá orku sem mađur vill láta fara. Algjörlega frábćrt móment fyrir mig amk. En jafnvel ţótt allur flutningur hafi veriđ góđur ţá er ţađ eins og Hákon Leifsson sagđi eftir tónleikana verkiđ, Carmina Burana sem er best of the best og í ađalhlutverki, ţađ er virkilega skemmtilegt og ég var alltaf ađ finna eitthvađ nýtt og nýtt í ţví.
Ţađ er eitthvađ sérstakt kikk í ţví ađ syngja á tónleikum fyrir áheyrendur. Ađ taka ţátt í flutningi á góđu verki međ stórri hljómsveit, kór og einsöngvurum fyrir fulla kirkju af áheyrendum er bara ćđislegt. Og viđ ţá sem komu á tónleikana í gćrkvöldi vil ég bara segja eitt - Takk fyrir mig.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Carmina Burana
21.11.2008 | 10:59
Ţá er komiđ ađ ţví. Annađ kvöld í Grafavogskirkju klukkan 20:00 flytur kórinn Vox academica ásamt sveitinni Jón Leifs Camerata, Ţóru Einarsdóttur sópran, Alex Answorth baritón og Ţorgeiri Andréssyni tenór verkiđ Carmina Burana eftir Carl Orff. Og einig er međ unglingakór Grafarvogskirkju, má ekki gleyma ţví. Ég mćli međ ţví ađ ţeir sem hafa áhuga á góđri tónlist drífi sig á tónleikana annađ kvöld. Set hér inn kynningu frá kórfélaga vegna tónleikanna:
Ţegar á harđbakkann slćr í samfélaginu er fátt hollara en ađ koma saman eina kvöldstund og hlýđa á tónlist og ţađ má reyndar segja ađ Carmina Burana eftir Carl Orff eigi óvenju ríkt erindi til okkar á krepputímum. Ţetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sćkir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miđaldahefđar og í ţessum bćversku ljóđum er sungiđ um hverflyndi gćfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög ţeirra sem hreykja sér of hátt og smćđ mannsins frammi fyrir almćttinu. En kvćđin fjalla líka um ţau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unađ ástarinnar og margbreytilegt eđli mannsins.
Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnţrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fćr sem fyrr til liđs viđ sig einvalaliđ úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls 55 frábćra hljóđfćraleikara. Ţóra Einarsdóttir sópran, Alex Answorth baritón og Ţorgeir Andrésson tenór munu túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka ţátt í flutningnum.
Kórinn Vox academica er löngu orđinn íslenskum tónlistarunnendum ađ góđu kunnur fyrir vandađan flutning á stórum kórverkum og er skemmst ađ minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sl. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn viđ Tónskóla ţjóđkirkjunnar. Tónleikarnir verđa í Grafarvogskirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Catch 22
12.11.2008 | 07:27
Ég hef lýst ţeirri skođun minni ađ mér finnist vafasamt ađ Ísland taki einhverja milljarđatugi ađ láni erlendis frá til ađ koma fótum undir krónuna. Ég verđ ađ játa ađ ég er smeyk um ţađ ađ ţeir gjaldeyrismilljarđatugir streymi ađeins óhindrađ burt frá litla Íslandi í hendur ţeirra afla sem hafa komiđ okkur óhindrađ í ţessa stöđu. Og skiji ţar međ okkur eftir í enn meiri skuldasúpu en fyrir er og er ekki á ţađ ástand bćtandi. Ég held ađ yfirvöld veriđ ađ skýra međ greinagóđum hćtti međ hvađa hćtti ţau ćtla ađ forđa landinu frá slíkum örlögum. Verđur ţađ alveg gegnsćtt hvernig ţessum lánspeningum verđur variđ? Hingađ til hefur ekki nokkurn skapađur hlutur veriđ gegnsćr í ţessari efnahagskreppu og ég er ekki of bjarsýn á ţađ ađ yfirvöld telji nokkra ástćđu til ţess ađ skipta um gír. Ţađ verđa notađir áfram einhverjir frasar um trúnađ og bankaleynd og ég veit ekki hvađ og hvađ. Viđ, lántakendurnir og lánagreiđendurnir fáum ekki ađ vita til hvers viđ tókum ţessi risalán, né hverjir eiga eftir ađ fá ţau afhent. Ég er allavega dálítiđ smeyk um ađ svo verđi.
En kannski ţarf ég ekkert ađ hafa neinar áhyggjur af ţessum risalánum. Nú virđumst viđ Íslendingar vera komin í einhverskonar catch 22 stöđu. Viđ fáum ekki lán frá IMF nema búiđ sé ađ ganga frá viđbótarlánum frá öđrum löndum. Svíar vilja ekki lána okkur nema búiđ sé ađ ganga frá málum hjá IMf. Ţannig bendir hver á annan.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sannleikurinn er sagna bestur
9.11.2008 | 11:12
Ég fann ţetta myndband á youtube sem sýnir stemninguna sem var á Austurvelli í gćr og ţá sérstaklega viđ Alţingishúsiđ. Ég var hinum megin á Austurvellinum og gerđi mér ekki grein fyrir ţeim hluta mótmćlanna sem fram fór ţar fram nema flöggun Bónusfánans. Finnst ađ mörgu leyti ađ of mikiđ sé hampađ ólátum í umfjöllun um mótmćlin.
Ţađ vantar ađeins á ţetta myndband ađ ţađ heyrist í rćđumönnum og ţeirra bođskapur. Hins vegar sést vel ţarna unga fólkiđ sem var töluvert af í gćr sem kom mér dálitiđ á óvart. Unga fólkiđ okkar er bćđi reitt og biturt. Ţađ getur vel veriđ ađ reiđi sé ekki til alls góđ. En fólk er eki bara reitt heldur einnig vonsvikiđ. Vonsvikiđ yfir ţví ađ allir ţeir sem hafa valist til ţess ađ halda uppi merki landsins og verja ţađ áföllum hafa brugđist.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Lán og lán
7.11.2008 | 10:30
Eitthvađ virđist lániđ vera valt hjá okkur Íslendingum ţessa dagana. Allavega liggur IMF lániđ ekki á lausu fyrir okkur svo mikiđ er víst. Ég er mjög hugsi yfir öllum ţessum lánum sem mér er sagt ađ ég verđi ađ taka. Af hverju ţarf ég ađ taka öllu ţessi lán? Mér finnst ţađ engan veginn skýrt, ţađ er bara hamrađ og hamrađ á ţví ađ viđ verđum ađ fá lán og ţurfum ađ fá lán. Upphćđirnar eru mjög óljósar, ţar finnst mér vera skákađ í ţví skjólinu ađ gengi íslensku krónunnar sé óljóst. Ţađ er talađ um lán í dollurum og evrum og ég veit ekki hvađ og hvađ. Hundruđir milljarđa hér og hundruđir milljarđar ţar. Um ţessi lán er fjallađ eins og ţađ sé engin spurning ađ viđ ţurfum ţessi lán. Enn spyr ég - til hvers erum viđ ađ taka ţessi lán? Hverjar eru upphćđirnar í íslenskum krónum, hvađa vaxtakjör eru lánin á, til hve langan tíma og hverjar verđa árlegar afborgarnir lánanna í íslenskum krónum? Eru ţessar upplýsingar allar eitt allsherjar hernađarleyndarmál?
Ţar sem ég sem Íslendingur er ađ taka ţessi lán ţá er ţađ lágmarkskrafa ađ útskýrt sé fyrir mér međ skiljanlegum hćtti af hverju ég sé ađ taka lánin og hvernig ég skuli greiđa ţau til baka. Ef á ađ halda áfram međ óljósar yfirlýsingar um ţörf á lántöku minni án ţess ađ ég fái á nokkurn hátt botn í ţađ af hverju ţá vil ég ekkert taka ţessi lán. Og ef einhver ćtlar ađ taka lán núna út fyrir hina íslensku ţjóđ og ţar međ mína kennitölu án ţess ađ ég fái á nokkurn hátt ráđiđ viđ ţađ, né skiliđ af hverju, né fengiđ upplýsingar um ţađ á neinn hátt finnst mér ţađ mjög vafasöm ađgerđ svo ekki sé meira sagt.
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Víđari sýn
5.11.2008 | 17:18
Ég efast ekki um ađ Jens Stoltenberg telur örugglega ađ hann sé ekki ađ fara međ neinar fleipur um stöđu efnahagslífsins í Noregi. Ţađ getur líka vel veriđ ađ ţetta sé allt satt og rétt hjá honum. Hins vegar voru svörin hjá honum alveg nákvćmlega ţau sömu og allir bankastjórarnir fyrrverandi og bankastjóraformennirnir fyrrverandi báru fram fyrir okkur ţjóđina hér fyrir einum og hálfum mánuđi eđa svo. Og ég man ekki betur en ađ fleiri en bankamennirnir svo sem eins og einn og einn ráđamađur hafi einnig viđhaft ţessi sömu orđ um öflugt efnahagslíf, traustar undirstöđur, öfluga banka, miklar eignir og ég veit ekki hvađ og hvađ.
Ekki var nú mikiđ ađ marka ţessar yfirlýsingar allar saman sem menn báru á borđ fyrir okkur fram í rauđan dauđann. Hér eftir trúi ég ekki einu einasta orđi frá mönnum í sjónvarpinu sem fer ađ tala um traustar undirstöđur og öflugt efnahagslíf. Alveg sama hver sá mađur er og hvađan.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)